22. fundur 28. febrúar 2024 kl. 08:15 - 11:25 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Rekstaryfirlit sveitarfélagsins 2024

2401011

Lagt fram til kynningar rekstaryfirlit sveitarfélagsins fyrir fyrsta mánuð ársins.

2.Helluvað. Kauptilboð vegna íþróttavallasvæðis

2311011

Lagt fram kauptilboð Rangárþings ytra vegna kaupa á 13,03 ha spildu úr landi Helluvaðs, landnúmer 164505 undir íþróttasvæði og tengd svæði á Hellu að fjárhæð kr. 52.000.000.

Byggðarráð leggur til að samþykkja kauptilboðið og fela sveitarstjóra að undirrita það f.h. sveitarfélagsins með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

3.Þátttaka í farsímakostnaði

2401010

Lagðar fram upplýsingar um þátttöku sveitarfélagsins í farsímakostnaði starfsmanna og drög að reglum um þátttöku í farsímakostnaði.

Byggðarráð leggur til að samþykkja reglurnar.

Samþykkt samhljóða.

4.Uppfærsla á þjónustugátt, nýjar kerfiseiningar og þjónustusamningur

2402024

Lagður fram samningur milli sveitarfélagsins og One Systems Íslands ehf. Þá liggja einnig fyrir upplýsingar um tilboð í uppfærslur í One kerfinu varðandi þjónustugátt, rafrænar undirskriftir, rafrænar undirritanir teikninga, eyðublaðakerfi/viðhorfskannanir og pósthólf á island.is en tilgangurinn er að auka möguleika á rafrænni stjornsýslu. Áætlaður kostaður við uppfærsluna er kr. 1,5 millj. í stofnkostað og mánaðargjald um kr. 63 þús.

Byggðarráð leggur til að samþykkja kaup á uppfærslunum og sveitarstjóra jafnframt falið að undirrita samning við One Systems.

Samþykkt samhjóða.

Bókun fulltrúa D-lista: Undirritaður fagnar því að sveitarfélagið sé að innleiða í enn meira mæli rafræna þjónustu í þágu íbúa, hagaðila og nefndarmanna sveitarfélagsins líkt og fulltrúar D-lista hafa áður lagt til í sveitarstjórn. Hér er verið að stíga stórt skref í rétta átt sem mun auka skilvirkni og bæta stjórnsýslu sveitarfélagsins í anda nútímasamfélags. (IPG)

5.Íþrótta- og tómstundafulltrúi og verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags í Rangárvallarsýslu

2309081

Byggðarráð leggur til að falla að svo stöddu frá þátttöku í ráðningu sameiginlegs starfsmanns fyrir Rangárvallarsýslu.

Rætt um mögulegar breytingar á starfi heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúa. Sveitarstjóra falið að vinna að nýrri starfslýsingu í samráði við viðkomandi starfsmann. Einnig ræddir möguleikar að ráða tímabundið í starf verkefnastjóra íþrótta- og fjölmenningarmála.

Byggðarráð leggur til að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

Samþykkt samhljóða.

6.Nýbygging Leikskóla, hönnunarmál.

2402047

Byggingarnefnd um uppbyggingu á skólahúsnæðu á Hellu vísaði á fundi 19. feb. s.l. til byggðarráðs að hefja hönnun á leikskólabyggingu sem þriðja áfanga verksins. Byggðarráð leggur til að ráða Arkís til að fullnaðarhanna bygginguna en Arkís hefur hannað fyrri tvo áfanga skólahúsnæðisins. Í framhaldi verði leitað tilboða við verkfræðihönnun. Forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

7.Skýrsla starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu

2402038

Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu.

8.Sameining sveitarfélaga - ósk um fund

2402061

Erindi frá Ásahreppi.
Lagt fram erindi frá Hreppsnefnd Ásahrepps um að óska eftir fundi með sveitarstjórnum í Rangárvallasýslu til að ræða möguleika um sameiningar sveitarfélaga áður en að tekin verði ákvörðun um formlegar sameiningarviðræður.

Byggðarráð tekur vel í erindið og leggur til að fela sveitarstjóra og oddvita að ræða við Ásahrepp um að finna heppilegan fundartíma.

Samþykkt samhljóða.

9.Viðhorfskönnun vegna vindorkuvers við Vaðöldu

2402035

Á fundinn mætir Ösp Viðardóttir markaðs- og kynningarfulltrúi. Rætt var um hugmyndir að spurningum í viðhorfskönnun.

Byggðarráð leggur til að fela markaðs- og kynningarfulltrúa í samráði við sveitarstjóra að móta spurningar í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta sveitarstjórnarfund.

Samþykkt samhljóða.

10.Fiskiræktun í efri hluta Eystri Rangár

2104031

Byggðarráð leggur til að fela sveitarstjóra að óska eftir upplýsingum frá Veiðifélagi Keldna um stöðu mála.

Samþykkt samhljóða.

11.Erindi frá NPA Setri Suðurlands ehf

2402042

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

12.Fundur með sveitarstjórn. Landsvirkjun.

2402027

Byggðarráð þakkkar boðið og felur sveitarstjóra að finna heppilegan tíma.

Samþykkt samhljóða.

13.Styrkbeiðni - Suðurlandsdeild hestaíþrótta 2024

2402026

Lögð fram beiðni um styrk að fjárhæð kr. 55.000 vegna Suðurlandsdeildarinnar í hestaíþróttum 2024.

Byggðarráð leggur til að umsóknin verði samþykkt og færist á kostnað vegna íþrótta- og æskulýðsmála.

Samþykkt samhljóða.

14.UMF Merkihvoll. Styrkur á móti fasteignagjöldum

2402011

Lögð fram beiðni frá UMF Merkihvoli ehf um styrk á móti fasteignagjöldum Brúarlunds áranna 2022-2024.

Byggðarráð óskar eftir því að fá rekstaryfirlit fyrir árin 2020-2023 og afgreiðslu frestað til næsta fundar byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

15.Faxaflatir 5, 7 og 9. Umsókn um lóð

2401017

Bifröst fasteignir ehf óskar eftir að fá úthlutuðum lóðunum nr 5, 7 og 9 við Faxaflatir á Hellu undir byggingar á hóteli og tilheyrandi fylgihúsum. Áætlaður byrjunartími framkvæmda er haust 2024 og byggingartími 18 mánuðir. Umsókn send 11.1.2024.

Lagt er til að úthluta Bifröst fasteignir ehf á lóðum nr. 5, 7 og 9 við Faxaflatir á Hellu undir byggingar til ferðaþjónustu.

Samþykkt samhljóða.

16.Rangárflatir 6. Umsókn um lóð

2402013

Mosfell fasteign ehf óskar eftir að fá úthlutaðri lóð nr. 6 við Rangárflatir til að byggja á henni fjölbýlishús úr timbri sbr. umsókn dags. 6.2.2024. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er maí 2024 og áætlaður byggingartími 3 mánuðir.

Lagt er til að úthluta lóð nr. 6 við Rangárflatir til Mosfells fasteigna ehf til að byggja á henni starfsmannahús en úthlutunin taki ekki gildi fyrr en umsækjandi leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir lóðina.

Samþykkt samhljóða.

17.Lyngalda 1. Umsókn um lóð

2401046

G.G.Tré ehf óskar eftir að fá úthlutaðri lóð nr. 1 við Lyngöldu til að byggja á henni raðhús úr timbri sbr. umsókn dags. 15.2.2023. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er sumar 2024 og áætlaður byggingartími 12 mánuðir.

Lagt er til að úthluta lóð nr. 1 við Lyngöldu til G.G.Tré ehf til að byggja á henni raðhús.

Samþykkt samhljóða.

18.Lyngalda 2. Umsókn um lóð

2401063

G.G.Tré ehf óskar eftir að fá úthlutaðri lóð nr. 2 við Lyngöldu til að byggja á henni 3 íbúða raðhús úr timbri sbr. umsókn dags. 23.1.2024. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er sumar 2024 og áætlaður byggingartími 12 mánuðir.

Lagt er til að úthluta lóð nr. 2 við Lyngöldu til G.G.Tré ehf til að byggja á henni raðhús.

Samþykkt samhljóða.

19.Fundargerðir Fjallskiladeildar Rangárvallaafréttar

2312016

Fundargerð frá 7. des. s.l.
Lögð fram fundargerð fjallskiladeildar Rangárvallaafréttar sem fram fór þann 7. desember sl. Nefndin óskar eftir að skoðað verði með kostnaðarskiptingu fjallaskila í ljósi þess að aukinn kostnaður felst í smölun af fé af öðrum afréttum. Þá er beðið um að sveitarfélagið leggi til efniskostnað vegna girðingar á Króki og Hungufitjum. Þá var rætt um viðhaldsvinnu við stöpul við brú yfir Markafljót.

Byggðarráð leggur til að fjallskilanefnd leggi fram áætlun um umfang girðinganna til að leggja mat á kostnað. Þá er lagt til að sveitarstjóra verði falið að skoða leiðir til úrbóta á brú yfir Markarfljót.

Byggðarráð leggur til að hafna erindi varðandi þátttöku í að jafna út eftirstöðvar fjallskilakostnaðar og fjallskilum verði jafnað út skv. reglum.

Samþykkt samhljóða.

20.Byggingarnefnd um uppbyggingu á skólahúsnæði á Hellu - 9

2402007F

Lagt fram til kynningar.

21.Þjóðólfshagi 31. þjóðólfshagi 31 ehf. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2402041

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Söru Pálsdóttur, kt. fyrir hönd Þjóðólfshagi 31 ehf. um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "C" á gististað á lóðinni Þjóðólfshaga 31, L174575, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 14.2.2024.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.

Samþykkt samhljóða.

22.Bólstaður. Guðjón Steinsson. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2402048

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Guðjóns Steinssonar, kt. 031054-2499 um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II, tegund "H" á lóðinni Bólstaður, L204230, Rangárþingi ytra. Umsókn barst 19.2.2024.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við beiðnina.

Samþykkt samhljóða.

23.Minni-Vellir 5. Breyting á heiti. Aðalvellir

2402049

Eigendur Minni-Valla 5 óska eftir að heiti lands þeirra verði Aðalvellir.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir varðandi nafnabreytinguna.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

24.2024 málasafn - Til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

2401005

Umsagnarbeiðnir frá Velferðarnefnd um Búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum og Allsherjar- og menntamálanefnd um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003 (greiðsla meðlags).



Lagt fram til kynningar.

25.Fundargerðir 2024 - Heilbrigðisnefnd Suðurlands

2402034

Fundargerð 233. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

26.Fundargerðir stjórnar SíS - 2024

2401033

Fundargerð 943. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

27.Svæðisbundin þjónusta í málefnum barna - kynning ráðherra

2402017

Lagt fram til kynningar.

28.Skýrsla um stjórnsýsluskoðun 2023. KPMG

2402053

Lagt fram til kynningar.

29.Akurbrekkuvegur - tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu

Fundi slitið - kl. 11:25.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?