9. fundur 19. febrúar 2024 kl. 10:00 - 11:35 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Gunnar Aron Ólason aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tómas Haukur Tómasson embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Tómas Haukur Tómasson embættismaður

1.1.áfangi stækkunar skólasvæðis á Hellu.

2211078

Tekið saman lokauppgjör 1.áfanga viðbyggingar grunnskólans Hellu.
THT fór yfir lokauppgjör 1.áfanga viðbyggingar við Grunnskólann á hellu.
Verkefninu er formlega lokið en nokkrar smá lagfæringar eru eftir sem bíða vorsins.
Uppgjör gefur til kynna að kostnaður pr.m2 er 711.000kr með hönnunarkostnaði og er það í samræmi við upphaflega kostnaðaráætlun.
Nýbyggingin sem tekin hefur verið í notkun er 530m2.
Kostnaður vegna breytinga og viðhalds á eldri skólabyggingu og búnaðarkaup eru um það bil 31.000.000kr sem mun nýtast áfram.

2.Stækkun skólasvæðis Hellu 2.áfangi

2209059

Farið yfir stöðu áfanga 2 suðurhúss viðbyggingar grunnskólans á Hellu.
THT fór yfir stöðu vinnu við 2.áfanga Suðurhús.
Einhver seinkun hefur orðið á byrjun reisinga vegna veðurs. Ekki hefur verið hægt að jafna fyllingu í sökkli þar sem frost og snjór hefur tafið verkið.
Krani og forsteyptar einingar eru komnar á staðinn og byrjað verður á að reisa einingar í þessari viku.
Gert er ráð fyrir að útboðsgögn vegna gluggainnkaupa fari út í vikunni.
Stefnt er að því að húsinu verði lokað um mitt sumar og hægt verði að byrja innanhúss framkvæmdir í framhaldi af því.

3.Nýbygging Leikakóla hönnun.

2402047

Farið yfir verðáætlun í hönnun leikskólabyggingar og næstu skref rædd.
THT lagði fram verðáætlun í arkitektahönnun fyrir Leikskólann Heklukot.
Lagt er til að hefja vinnu við fullnaðarhönnun á Leikskólanum Heklukoti ásamt verkfræðihönnun og að málinu verði vísað til Byggðaráðs til frekari úrvinnslu.
Samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:35.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?