8. fundur 10. febrúar 2020 kl. 16:30 - 18:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Erna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur jónasson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Sigdís Oddsdóttir aðalmaður
  • Ína Karen Markúsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Saga Sigurðardóttir ritari
Fundargerð ritaði: Saga Sigurðardóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Íþróttamaður ársins 2019

1908041

Val á íþróttamanni ársins 2019
Nefndinni barst þrjár tilnefningar um val á íþróttamanni ársins 2019.

Nefndin fór yfir framkomnar tilnefningar, viðurkenningar verða veittar í mars 2020 fyrir íþróttamann ársins 2019.

2.Heilsueflandi samfélag

1809021

Skipulag og undirbúningur
Sveitarfélagið hefur sent inn umsókn til Landlæknisembættis um að verða Heilsueflandi samfélag. Stefnt er að undirskrift með landlækni og sveitarstjóra í byrjun mars og tilkynna á sama tíma íþróttamann ársins 2019.

Drög eru lögð fram að dagskrá viðburða Heilsueflandi samfélags fyrir árið 2020.

Tillaga er gerð að stýrihóp, sem verður lögð fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi. Fimm einstaklingar eru tilnefndir.






Fundi slitið - kl. 18:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?