20. fundur 06. mars 2024 kl. 08:15 - 10:40 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Ísleifur Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Formaður lagði til að við dagskránna myndu bætast við eitt mál, liður 7, skólasóknarkerfi í grunnskólum á svæði Félags- og skólaþjónustu Rangárvallar- og Vestur-Skaftafellssýslu.

Það var samþykkt samhljóða og að aðrir fundarliðir færast til í samræmi við það.

1.Rekstraryfirlit Odda bs. 2023

2302140

Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri kynnti drög að niðurstöðu fyrir árið 2023.

2.Rekstraryfirlit Odda bs. 2024

2402043

Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri kynnti rekstaryfirlit fyrir janúar 2024.

3.Skólastjórar Odda bs. Stöðuyfirlit.

2401049

Á fundinn mæta Sigrún Björk Benediktsdóttir leikskólastjóri á Laugalandi og Ingigerður Stefánsdóttir leikskólastjóri Heklukots og leggja fram minnisblöð um stöðu mála í sínum skólum.

Leikskólastjórar ræddu einnig um áskoranir sem snúa að leikskólum og þær útfærslur sem önnur sveitarfélög hafa verið að nota til að styrkja starfssemi leikskóla.

Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar. Stjórn beinir því stjórnar Húsakynna bs að greina möguleika á því að koma upp þriðju deildinni í leikskólanum á Laugalandi. Þá felur stjórn framkvæmdastjóra að greina möguleika til þróunar leikskólastarfs fyrir næsta fund stjórnar Odda í samráði við leikskólastjóra.

4.Leikskólinn Heklukot. 50 ára afmæli

2401057

Leikskólinn Heklukot á Hellu verður 50 ára á árinu og rætt um leiðir til að halda upp á tímamótin. Leikskólastjóra falið að finna heppilega tímasetningu og útfærslu á því hvernig best sé að minnast slíkra tímamóta.

5.Laugarlandsskóli. Beiðni um aukið framlag til húsgagnakaupa

2402082

Á fundinn mætir Jónas Bergmann Magnússon skólastjóri Grunnskólans á Laugalandi undir liðum 5-7. Jónas gerir grein fyrir beiðni sinni um að auka heimild skólans vegna húsgagnakaupa.

Stjórn samþykkir að auka heimild til húsgagnakaupa um kr. 1,5 millj. og vísar kostnaði vegna hennar til viðauka með fjárhagsáætlun Odda bs.

6.Beiðni um tímabundið aukið stöðugildi. Lauglandsskóli

2402031

Jónas gerir grein fyrir beiðni sinni að auka tímabundið um 0,9 stöðugildi í skólanum á vorönn til að mæta betur þörfum nemenda með sérþarfir og tónmenntarkennslu. Ekki er gert ráð fyrir að þessi breyting hafi áhrif á fjárhagsáætlun.

Stjórn samþykkir tímabundna aukningu á stöðugildi.

7.Skólasóknarkerfi í grunnskólum á svæði FSRVS

2403008

Lagar fram tillögur að skólasóknarreglum í grunnskólum á svæði Félags- og skólaþjónustu Rangárvallar- og Vestur- Skaftafellssýslu. Jónas gerði grein fyrir tilurð og tilgangi þeirra.

Stjórn lýst vel á reglurnar og samþykkir þær fyrir sitt leyti.

8.Þátttaka í farsímakostnaði

2401010

Lagðar fram upplýsingar um þáttöku í farsímakostnaði hjá starfsmönnum Odda bs.

Lagt til að reglur Rangárþings ytra um þátttöku í farsímakostnaði gildi um skólastjóra og húsverði Odda bs.

Samþykkt samhljóða.

9.Bókasöfn. Upplýsingar vegna 2023

2401041

Lagt fram til kynningar.

10.Fjarvistarskráningar 2022-2023

2402029

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.
Samþykkt var að haldinn verði aukafundur í stjórn Odda bs. mánudaginn 18. mars kl. 9:00 á Hellu til að fara yfir niðurstöður Skólastofunnar slf vegna úttektar á þróun grunnskólastarfs.

Fundi slitið - kl. 10:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?