12. fundur 23. september 2016 kl. 14:00 - 20:00 Vettvangsferð hefst við Landvegamót
Nefndarmenn
  • Engilbert Olgeirsson formaður
  • Sævar Jónsson aðalmaður
  • Gyða Árný Helgadóttir aðalmaður
  • Jóhann Björnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Jón Matthíasson embættismaður
Fundargerð ritaði: Engilbert Olgeirsson formaður
Steindór Tómasson boðaði forföll og varamenn hans komust ekki.

1.Styrkvegir 2016

1603044

Ákvarðanir um ráðstöfun styrkvegafjár.
Samþykkt var að fela Bjarna Jóni að fá tilboð í lagfæringu á Skjólkvíaleið frá Dómadalsleið að Heklu. Mikilvægt er að þessi fjölfarni vegur að frægasta eldfjalli Íslands sé fær flestum bílum.

2.Vettvangsferð Samgöngu- og fjarskiptanefndar september 2016

1609039

Nefndin fór í vettvangsferð og skoðaði veg að Fossabrekkum, Skjólkvíaleið, Hekluveg eystri, Krakatindsleið, Reykjadalaleið að Pokahrygg og Stytting frá Dómadalsleið að Landmannahelli. Ekki gafst færi á aka að Biksléttu og fram í Dalakofa eins og til stóð vegna nýrra snjólaga.

3.Fjarskiptamál í Rangárþingi ytra

1501007

Upplýsingar um stöðu mála hjá Rangárljósi. Bent er á www.rangarljos.net fyrir upplýsingagjöf en þar birtast öll tíðindi af framgangi málsins.
Upplýsingar um stöðu mála hjá Rangárljósi kynntar.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?