22. fundur 04. mars 2024 kl. 08:30 - 10:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Gunnar Aron Ólason formaður
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson aðalmaður
  • Svavar L. Torfason aðalmaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
  • Jón Ragnar Örlygsson
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Auðkúla. landskipti.

2402063

Eigendur Auðkúlu L165448 óska eftir að fá að skipta út lóð úr jörðinni. Lóðin yrði 1088,1 m² að stærð, fengi heitið Auðkúla 2 og Lxxxxxx. Núverandi matshlutar 02 og 03 flytjast yfir á nýja lóð. Uppdráttur landskipta frá Punktum og hnitum ráðgjöf dags. 4.1.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð.

2.Þrúðvangur 6, afmörkun lóðar

2402007

Farið yfir afmörkun lóðarinnar Þrúðvangur 6. Lóðin er skráð 1.826 m² en verður 3.822,5 m² eftir nákvæmari mælingar og skýrari línur.
Skipulags- og umferðarnefnd frestar afgreiðslu þar til lagnahönnun og hönnun á gönguleiðum liggur fyrir.

3.Merkihvoll land L192626. Staðfesting á ytri mörkum jarðarinnar.

2402066

Vinjar ehf, eigandi Merkihvols lands L192626, leggur fram yfitlitsuppdrátt sem sýnir ytri mörk jarðarinnar, staðfest af öllum eigendum aðliggjandi jarða. Uppdráttur frá Landformi dags. 30.1.2024.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform landeiganda og leggur til að afmörkun og stærð verði staðfest.

4.Galtalækjarskógur L165042. Staðfesting á ytri mörkum jarðarinnar.

2402067

Vinjar ehf, eigandi Galtalækjarskógar L165042, leggur fram yfitlitsuppdrátt sem sýnir ytri mörk jarðarinnar, staðfest af öllum eigendum aðliggjandi jarða. Uppdráttur frá Landformi dags. 29.12.2023
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform landeiganda og leggur til að afmörkun og stærð verði staðfest.

5.Þétting byggðar 2023

2307024

Lagðar eru fram tillögur að lóðablöðum fyrir eftirtalin svæði: Breiðalda 8, íbúðarhúsalóð og tvær lóðir við Baugöldu í stað leiksvæðis.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til eftirfarandi:
Á lóðinni Breiðalda 8 verði gert ráð fyrir einbýlishúsi á einni hæð.
Baugöldu lóðir. Minni lóðin, sú vestari, yrði fyrir einbýlishús eða parhús á einni hæð. Stærri lóðin, sú eystri yrði fyrir parhús eða þriggja íbúða raðhús á einni hæð. Gera þarf nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi vegna Baugöldu og grenndarkynna önnur áform. Nefndin mælir með að hönnun á fyrirhuguðu leiksvæði í Öldum III hefjist sem fyrst.

6.Tindasel. Deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi

2402003

Eigandi Tindasels 1 og Tindasels 2 óskar eftir að fá að leggja fram deiliskipulag af aukinni starfsemi en nú er á svæðinu. Samhliða óskar hann eftir að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi til samræmis við aukin áform við ferðaþjónustu á svæðinu. Áform gera ráð fyrir móttöku allt að 200 gesta, byggingar hótels og gistiaðstöðu ásamt veitingasölu og að auki bættari aðstöðu fyrir starfsfólk og gistingu fyrir starfsfólk. Lögð er fram sameiginleg lýsing skipulagsáforma, bæði vegna breytingarinnar á landnotkun í aðalskipulagi og vegna deiliskipulags. Gögn frá Eflu dags. 27.2.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að gera þurfi breytingar á landnotkun í aðalskipulagi til að áform umsækjanda geti orðið að veruleika. Breyta þarf núverandi landbúnaðarsvæði í Verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 í samræmi við ofangreint. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir lýsinguna til kynningar. Lýsing skal kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og einnig í samræmi við 3. mgr. 40. gr. sömu laga. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 14. - 28. mars 2024.

7.Móholt og Hrafntóftir II. Deiliskipulag

2402032

Eigendur lóðanna Móholts 1 og Hrafnaþings óska eftir heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi af svæðinu í samræmi við skipulagstillögu frá Kanon arkitektum dags. 13.2.2024. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina tvær lóðir á landi Hrafnaþings L233392 og skilgreina á þeim byggingarreiti fyrir vélageymslur og gripahús og skilgreina byggingarreit á lóðinni Móholt 1, L205150 fyrir íbúðarhús, baðhús og gestahús og bílskúr. Aðkoma að lóðunum er frá Þykkvabæjarvegi nr. 25.
Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á kynningu lýsingar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Sigöldustöð. Vinnubúðir verktaka. Deiliskipulag

2402054

Vegna fyrirhugaðrar stækkunar og aflaukningar Sigöldustöðvar er þörf á vinnubúðum fyrir verktaka meðan á framkvæmdum stendur. Reiknað er með að þurfi aðstöðu fyrir um 150 manns. Settir verða inn byggingareitir fyrir þær í námu sem er sunnan við Sigöldufoss í Tungnaá. Aðkoma verður um núverandi vegslóða að námunni. Mögulega verður efni úr námunni nýtt í framkvæmdir eða að efni verður haugsett í námunni. Náman verður innan deiliskipulagssvæðis og gerð grein fyrir efnistöku/haugsetningu og frágangi námunnar og svæðisins alls við lok framkvæmda. Einnig verður sett inn vatnsból og vatnsverndarsvæði umhverfis það. Breytingin nær einungis til svæðis innan Rangárþings ytra. Óskað er eftir heimild til gerðar deiliskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Nefndin vill árétta að öll efnistaka er háð framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins og starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

9.Árbakki. Breyting á deiliskipulagi

2402037

Eigendur lóðanna Árbakki lóð 41 - L214332, Árbakki lóð 43 - L214332, Árbakki lóð 45 - L214335, Árbakki lóð 40 - L214331, Árbakki lóð 42 - L214333, Árbakki lóð 44 - L220921 og Árbakki lóð 46, L220922 óska eftir að fá að gera minni háttar breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Árbakka frá árinu 2006 þar sem byggingareitir verði færðir til innan lóða, örlitlar leiðréttingar gerðar á afmörkun og stærðum lóða og vegakerfi uppfært í takt við núverandi legu vega innan svæðisins. Að auki er kvöð sett á lóðir nr. 40, 42, 44 og 46 um aðkomu að lóðum nr. 41, 43 og 45. Skipulagsgögn frá Landformum dags. 14.2.2024.
Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Hagi v Selfjall 2. Breyting á deiliskipulagi og landnotkun.

2402077

Eigandi lóðarinnar Hagi v/Selfjall 2, L176252, óskar eftir að fá að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, dags. 10.6.1992, þar sem heimiluð verði áform um útleigu gistingar í flokki II ásamt rekstri til leiðtoga- og heilsuþjálfunar. Óskað er eftir að landnotkun lóðarinnar í aðalskipulagi verði breytt úr frístundasvæði í Verslunar- og þjónustusvæði til samræmis við fram lögð áform.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að gera þurfi breytingar á landnotkun í aðalskipulagi til að áform umsækjanda geti orðið að veruleika. Breyta þarf núverandi frístundasvæði í Verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 í samræmi við ofangreint.

11.Heimahagi. Deiliskipulag og breyting á aðalskipulagi

2310049

Heimahagar hrossarækt ehf, eigandi Heimahaga L206436, hafa fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af 25 ha svæði úr jörð félagsins undir frístundanotkun. Gert verði ráð fyrir að landnotkun í aðalskipulagi verði breytt samhliða en landið er skráð landbúnaðarsvæði í dag. Áform eru um uppbyggingu fyrir allt að 30 frístundahús. Aðkoman er skilgreind frá Árbæjarvegi nr. 271. Lögð er fram sameiginleg lýsing skipulagsáforma, bæði vegna breytingarinnar á landnotkun í aðalskipulagi og vegna deiliskipulags. Gögn frá Eflu dags. 29.2.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að gera þurfi breytingar á landnotkun í aðalskipulagi til að áform umsækjanda geti orðið að veruleika. Breyta þarf núverandi landbúnaðarsvæði í Frístundasvæði. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir lýsinguna til kynningar. Lýsing skal kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og einnig í samræmi við 3. mgr. 40. gr. sömu laga. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 14. - 28. mars 2024.

12.Minnivallanáma matskyldufyrirspurn

2311040

Skipulagsstofnun leitar umsagna umsagnaraðila vegna tilkynninga til ákvörðunar um matsskyldu á

grundvelli 20. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Fyrirhuguð er efnistaka á allt að 70.000 m3 af efni á 6,8 ha svæði úr Minnivallanámu í landi Minni-Valla í sveitarfélaginu Rangárþingi Ytra. Efnistaka hefur verið stunduð í námunni í áratugi og áætlað er að um 20.000 m3 af efni hafi verið teknir úr námunni á um 1,4 ha svæði en skv.

aðalskipulagi er heimilt að vinna allt að 50.000 m3. Því er verið að auka efnistökuheimild um 40.000 m3. Efnistaka mun fara fram innan núverandi efnistökusvæðis sem þegar er raskað og á 5,4 ha óröskuðu svæði. Framkvæmdaraðili er Landefni ehf.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að greinilega sé brugðist við þeim áhrifum sem umrædd framkvæmd kunni að hafa á umhverfi sitt með þeim hætti að ekki verði um veruleg neikvæð áhrif að ræða. Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri greinargerð með tilkynningunni. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum og vöktun. Skipulagsnefnd telur því að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin vill árétta að öll efnistaka er háð framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins og starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

13.Hvammur 3. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna vinnubúða

2403003

Landsvirkjun sækir um framkvæmdaleyfi vegna undirbúnings á uppsetningu vinnubúða vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun. Reiknað er með allt að 400 manns verði í búðunum þegar mest lætur og að uppbygging virkjunar standi í allt að 5 ár. Deiliskipulag fyrir svæðið er í lokaferli.
Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um uppsetningu vinnubúða vegna Hvammsvirkjunar. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

14.Hvammsvegur. Umsókn um framkvæmdaleyfi

2403001

Vegagerðin, í tengslum við byggingu Hvammsvirkjunar, óskar eftir framkvæmdaleyfi til styrkingar og endurbyggingar á núverandi Hvammsvegi frá Landvegi að bænum Hvammi 3. Gert verði ráð fyrir tveimur akreinum, 2x3m, og hæðarlega vegarins löguð. Umsókn barst dags. 29.2.2024.
Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um styrkingu og endurbyggingu Hvammsvegar. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

15.Stórholt í Geldingalækjarlandi. Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar.

2402050

Land og skógur óskar eftir framkvæmdaleyfi til nýræktunar skógar á Stórholti, um 136 ha svæði úr landi Geldingalækjar. Geldingalækur er í eigu íslenska ríkisins og í umsjá Lands og Skógar. Gögn með umsókn er greinargerð frá skipulagsfulltrúa Lands og Skógar ásamt yfirlitskortum af fyrirhuguðu skógræktarsvæði.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að umrædd framkvæmd sé ekki þess eðlis að kalli á mat á umhverfisáhrifum. Nefndin leggur til að veitt verði framkvæmdaleyfi til skógræktar á umræddu svæði. Nefndin telur nauðsynlegt að gerðar verði breytingar á landnotkun svæðisins í aðalskipulagi og svæðið verði fært í Skógræktar- og landgræðslusvæði. Að auki verði skoðað með breytingar á landnotkun fyrir stærra svæði en hér er til umræðu. Nefndin telur ekki þörf á deiliskipulagi fyrir svæðið að sinni nema til komi áform um frekari uppbyggingu innan svæðis.

16.Aðalsel, Háasel, Mósel, Sel og Vestursel. Breyting á landnotkun Sameiginleg lýsing.

2402079

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundum sínum, annars vegar þann 13.4.2023 að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins 2016-2028 fyrir Háasel og hins vegar á fundi 13.9.2023 fyrir Aðalsel, Mósel, Sel og Vestursel, þar sem núverandi frístundasvæði verði breytt í landbúnaðarsvæði fyrir öll svæðin. Lögð er fram sameiginleg lýsing skipulagsáforma frá Eflu dags. 27.2.2024
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 14. - 28. mars 2024.

17.Mosar. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2307049

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028, skv. 1. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin nær til lóðarinnar Mosar (L227577) þar sem landeigandi hefur óskað eftir að lóð hans verði skilgreind sem frístundabyggð. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni er unnið að gerð deiliskipulags fyrir skipulagssvæðið þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð fyrir allt að 16 lóðir. Tillagan var auglýst frá og með 3.1.2024 til og með 22.2.2024. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni, sem gerðu engar athugasemdir.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

18.Háfshjáleiga 1, 2 og 3. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

2309018

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 14.12.2022 að gera breytingar á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins 2016-2028 fyrir Háfshjáleigu 1, 2 og 3 þar sem núverandi landbúnaðarsvæði verði breytt í Verslunar- og þjónustusvæði. Í auglýsingu lýsingar komu fram athugasemdir frá eigendum Háfshóls L165383 þar sem fullyrt var að eignarhald á umræddum spildum innan svæðisins sé ekki í samræmi við þinglýst gögn. Eftir að tillagan var samþykkt til auglýsingar í Skipulags- og umferðarnefnd komu fram athugasemdir frá 25% eignaraðila að Háfshóli sem tekur undir þær athugasemdir sem áður höfðu fram komið. Um sé að ræða þær fjórar spildur sem eru innan svæðinsins sem samþykkt hefur verið að breyta landnotkun á, en haldið er fram að þær spildur hafi alla tíð verið sameignarland í eigu jarðanna Háfshóls, Hala, Háfs og Háfshjáleigu og geti því ekki talist eign núverandi eiganda nema að hluta til. Athugasemd barst með tölvupósti 10.10.2023. Skipulagsstofnun heimilaði auglýsingu eftir minni háttar lagfæringar í texta. Tillagan var auglýst frá og með 17.1.2024 til og með 1.3.2024. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Mílu, Veitum, Vegagerðinni og Umhverfisstofnun þar sem ekki voru gerðar athugasemdir en ábendingar komu frá Umhverfisstofnun um að skýra þurfi betur umfang fráveitu. Ábending barst að auki frá Brunavörnum Rangárvallasýslu um að gera þurfi ráð fyrir slökkvivatni og að aðkomuvegur þurfi að þola 30 tonn. Ábending frá Heilbrigðiseftirliti Suðrlands þess efnis að betur hefði átt að nefna gistiskála frekar en smáhýsi í texta, þar sem skilgreining á smáhýsi er allt önnur en til gistingar.
Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila og telur ekki tilefni til breytinga á tillögunni vegna þeirra. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

19.Háteigur Þykkvabæ. Deiliskipulag lóðar

2401043

Eigendur lóðarinnar Háteigs í Þykkvabæ hafa fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi af lóð sinni. Um er að ræða áform um uppbyggingu á ferðaþjónustu með stækkun íbúðarhúss og byggingu gistihúsa fyrir allt að 25 gesti. Unnið er samhliða að breytingum á landnotkun í aðalskipulagi sveitarfélagsins þar sem núverandi landbúnaðarnotkun var færð í Verslunar- og þjónustunotkun. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi frá Eflu dags. 9.2.2024.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

20.Haukadalur 4N, L205514. Breyting á deiliskipulagi

2304049

Eigandi tveggja lóða úr skipulögðu landi Haukadals, L219700 og L205514, hefur fengið heimild til að gera breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið sem samþykkt var 20.3.1996 þar sem bætt verði við einni lóð í eigu umsækjanda og skilgreindar verði byggingarheimildir á henni til samræmis við aðrar lóðir á svæðinu. Deiliskipulag þetta nær aðeins til norður svæðisins og er því uppfærsla á þeim hluta eldra deiliskipulagsins. Breyting deiliskipulagsins tiltekur nýja lóð, með landnúmer 219700, ásamt því að tiltaka tvo nýja byggingareiti innan þeirrar lóðar. Breytingin var grenndarkynnt með bréfi dags. 7. júní 2023 og stóð kynning yfir fram til 6. júlí sama ár. Engar athugasemdir bárust. Tillaga var auglýst frá og með 3.1.2024 til og með 14.2.2024. Athugasemd barst frá Vegagerðinni þar sem tengingum við Þingskálaveg var talið ofaukið en sú umsögn var svo dregin til baka; frá Brunavörnum Rangárvallasýslu, þar sem bent var á mikilvægi þess að huga þyrfti að flóttaleiðum út úr svæðinu ef frekari uppbygging yrði þar; frá Landi og Skógi, Mílu, Veitum og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, sem gerðu engar athugasemdir.
Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

21.Helluflugvöllur. Skipulagsmál

2101015

Lögð hefur verið fram tillaga að deiliskipulagi fyrir uppbyggingu á flugvallarsvæðinu á Hellu. Skipulagsgögn frá Landhönnun dags maí 2022. Sveitarstjórn, að undangengnum fundi Byggðaráðs, frestaði afgreiðslu skipulagsferilsins þar sem ákveðið var að framkvæmd yrði hljóðmæling m.t.t. frekari uppbyggingar á flugvellinum. Hljóðmæling liggur nú fyrir frá Mannvit, dags. í nóvember 2023.
Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fundað verði með hagaðilum um áframhaldandi meðferð málsins.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?