234. fundur 26. febrúar 2024 kl. 13:00 - 15:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Eggert Valur Guðmundsson aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Einar Bárðarson embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Rekstraryfirlit 2023

2302079

Rekstraryfirlit janúar til desember 2023
Rekstraryfirlit janúar til desember 2023 lagt fram til kynningar. Útlit er fyrir mun betri rekrarafkomu árið 2023 heldur en áætlun gerði ráð fyrir. Ráðist hefur verið í skipulagsbreytingar í flutningum og sorphirðu ásamt ýmiskonar hagræðingarleiðum til að bæta rekstur og auka tekjur. Tekjur eru 25% hærri en áætlun gerði ráð fyrir, rekstarkostnaður hækkaði um 9% milli ára og úrgangsmagn jókst um 25% milli ára. Úrvinnsla og flokkun eru einn lykilþáttur í að rekstarkostnaður jókst ekki meira en útlit er fyrir.

2.Ýmsar upplýsingar úr daglegum rekstri 2024

2402060

Farið yfir ýmis rekstrarmál
Lagt fram minnisblað frá framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri fór yfir ýmis mál úr daglegum rekstri. Reksturinn gengur með ágætum og er í jafnvægi.

3.Stöðumat, áskoranir og tækifæri - Sorpstöð Rang.

2402059

Lagðar fram upplýsingar og útfærð áætlun frá Rögn Ráðgjöf um stöðumat og á ýmsum málum varðandi SOR en gert er ráð fyrir að verkefnið muni kosta um kr. 900 þús. Skoða þarf kostnað við verkefnið m.t.t. fjárhagsáætlunar.

4.Kynning á brennslustöðvum - Sorporka ehf.

2312018

Farið er yfir vettvangsferð til Ferro power í Finnlandi þar sem fulltrúar úr Rangárþingi skoðuðu sorpbrennslustöð sem væri hentug stærð fyrir Sorpstöð Rangárvallasýslu b.s. Ferðin var upplýsandi og áhugaverð. Stjórn lýsir áhuga á að skoða verkefnið áfram og kynna sér þær leiðir sem í boði eru. Fyrirliggja tvö minnisblöð vegna ferðarinnar frá fulltrúum Sorpu b.s og Antoni Kára formanni stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands. Framkvæmdastjóra er falið að kalla eftir frekari upplýsingum frá Sorporku um þá möguleika sem eru í boði og leggja fyrir stjórn á næsta fundi.

Framkvæmdastjóri óskar eftir að bóka vegna málsins:
Framkvæmdastjóri lýsir vonbrigðum sínum með að stjórn Sorpstöðvarinnar hafi ekki séð sér fært að greiða fyrir skoðunarferðina fyrir hann, heldur hafi hann þurft að greiða ferðina sjálfur. Það er mikilvægt til að viðhalda framþróun og þekkingu og kynna sér þær lausnir sem í boði eru til að viðhalda eðlilegri þekkingu og framþróun í vinnslu á úrgangi.

5.Erindi frá Melta

2402058

Stjórn tekur vel í erindið og óskar þess að tilraunaverkefni gerjunar verði lokið í hitastýrðum aðstæðum á Strönd. Stjórn felur framkvæmdastjóra og fulltrúum Meltu að taka saman kostnað og gera áætlun um uppbyggingu á gerjunarbrugghúsi fyrir úrgang.

6.Pappírspokar - lífrænn heimilisúrgangur

2402057

Stjórn samþykkir að ráðast í innleiðingu á bréfpokum í stað maíspoka við söfnun á lífrænum úrgangi.

7.Endurskoðun samþykkta

2402056

Stjórn samþykkir að ráðast í endurskoðun samþykkta og felur framkvæmdastjóra að vinna að endurskoðun samþykktanna.

8.Endurskoðaðar samþykktir SOS

2311013

Stjórn samþykkir endurskoðaðar samþykktir SOS. Aðildarsveitarfélögin hafa þegar samþykkt breytingar á samþykktum SOS fyrir sitt leyti.

9.Fundargerðir Sorpstöðvar Suðurlands 2023

2203021

Fundargerð 323. stjórnarfundar Sorpstöðvar Suðurlands lögð fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 15:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?