25. fundur 10. janúar 2024 kl. 08:15 - 09:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Þröstur Sigurðsson varamaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Oddviti lagði til að við dagskránna myndu bætast við eitt mál, liður 10, 10. fundur Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar.

Það var samþykkt samhljóða og að aðrir fundarliðir færast til í samræmi við það.

1.Persónuverndarfulltrúi

2309080

Lagður er fram þjónustusamningur milli Dattaca Labs ehf og Rangárþings ytra um að fyrirtækið taki að sér að þjónustu vegna persónverndarmála sveitarfélagsins og taka að sér hlutverk persónuverndarfulltrúa.

Tekið stutt fundarhlé.

Fulltrúar D lista óska eftir því að afgreiðslu tillögunnar verði frestað þar til fyrir liggja tilboð frá fleiri aðilum í þjónustu vegna persónuverndar.Ennfremur væri æskilegt að fyrir liggi upplýsingar frá núverandi starfsmanni um stöðu mála er varða persónuvernd EÞI, BG, ÞS.

Tillagan feld með fjórum atkvæðum EVG, MHG, VMÞ, ÞDÞ.

Lagt er til að samningurinn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann.

JGV, BG og EÞI tóku til máls.

Samþykkt með fjórum atkvæðum en EÞI, BG og ÞS sátu hjá.

2.Beiðni fulltrúa D-listans um samantekt lögfræðikostnaðar

2312024

Upplýst er að kostnaður vegna lögfræðikostnaðar vegna ársins 2022 sé kr. 3,1 milljón og ársins 2023 kr. 10,8 millj.

Fulltrúar D lista lýsa yfir áhyggjum af auknum lögfræðikostnaði sveitarfélagsins, en aukning milli áranna 2022 og 2023 er rúmlega 300 %. Þegar fulltrúar D lista studdu ráðningu sveitarstjóra við upphaf kjörtímabilsins var ein af ástæðum þess að um löglærðan aðila var að ræða. Eðlilegra hefði því verið að sjá umtalsverða lækkun á lögfræðikostnaði í framhaldi af ráðningu hans. Fulltrúar D lista óska eftir því að sveitarstjóri, oddviti og byggðaráð rýni með gagnrýnum augum þróun mála og ef staðan er sú að þörf sé á útvistun í svo miklu mæli þá verði leitað tilboða í lögfræðiþjónustu fyrir sveitarfélagið Rangárþingi ytra, EÞI, BG, ÞS.

ÞS, JGV og EÞI tóku til máls.

Lagt fram til kynningar.

3.Endurskoðaðar samþykktir SOS

2311013

Seinni umræða.
Breytingar á samþykktum Sorpstöðvar Suðurlands bs. til seinni umræðu.

Lagt til að samþykkja fyrirliggjandi breytingar á samþykktunum.

Samþykkt samhljóða.

4.Íþróttavöllur Hellu - uppgjör vegna eignarhluta

2312051

Lagt fram erindi frá UMF Heklu um að sveitarfélagið geri upp við félagið bókfærðan eignarhlut félagsins í íþróttavellinum á Hellu að fjárhæð kr. 2.813.266 vegna áhrifa sem verða á völlinn í kjölfar byggingarframkvæmda.

Lagt til að vísa erindinu til vinnu við endurskoðun á samstarfssamningi við UMF Heklu.

Samþykkt samhljóða.

5.2024 málasafn - Til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis

2401005

Umsagnarbeiðni Velferðarnefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga.
Lagt fram til kynningar.

6.Hvammsvirkjun. Heimild UST til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá 1

2401001

Lagt til að vísa málinu til umfjöllunar í Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd.

Samþykkt samhljóða.

7.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20

2312004F

  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við framlagða staðfestingu á afmörkun og samþykkir því afmörkun jarðarinnar Ægissíða 3 ásamt Gunnarsholtsey fyrir sitt leyti. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við framlagða staðfestingu á afmörkun og samþykkir því afmörkun jarðarinnar Eystri-Kirkjubær fyrir sitt leyti. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að landskiptin verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulags- og umferðarnefnd gerir engar athugasemdir við framlagða staðfestingu á afmörkun og samþykkir því afmörkun jarðarinnar Ægissíðu 4, L165440, fyrir sitt leyti. Að auki gerir nefndin engar athugasemdir við landskiptin né fyrirhuguð heiti á útskiptum spildum og leggur til að þau verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Breytingin myndi kalla á endurskoðun á deiliskipulagi fyrir svæðið og jafnframt þyrfti að endurauglýsa lóðirnar til að reglum um lóðarúthlutun yrði framfylgt. Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að beiðni umsækjanda verði hafnað. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Málið tekið sérstaklega fyrir undir lið 6.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Umsóknir um byggingarleyfi sem teknar voru fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa nr. 103. Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til að heimild verði veitt til breytingar á landnotkun umrædds svæðis og leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að setja það í gang. Í gildi er deiliskipulag fyrir Lunansholt II, lönd 3, 4 og 5, sem samþykkt var í B-deild stjórnartíðinda 7.4.2014. Nefndin leggur til að heimild verði samhliða veitt til umsækjanda til breytinga á gildandi deiliskipulagi þar sem byggingarheimildir verði uppfærðar í samræmi við breytta landnotkun. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir að veita heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin telur ekki þörf á breytingu á fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin telur ekki þörf á breytingu á fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um og farið yfir fram komnar umsagnir. Nefndin leggur til að tekið verði fullt tillit til fram kominna umsagna við gerð væntanlegrar tillögu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um og farið yfir fram komnar umsganir. Nefndin leggur til að tekið verði fullt tillit til fram kominna umsagna við gerð væntanlegrar tillögu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulags- og umferðarnefnd hefur fjallað um og farið yfir fram komnar umsganir. Nefndin leggur til að tekið verði fullt tillit til fram kominna umsagna við gerð væntanlegrar tillögu. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Vegna afgreiðslu skipulagsstofnunar, dags. 21 des. vill skipulags- og umferðarnefnd taka fram að tafla 1. á bls. 18 á ekki við þar sem gert er ráð fyrir lóð undir rekstur sem heimilaður er. Á landi í ábúð er heimilt að starfrækja rekstur á landbúnaðarsvæðum sem ekki tengist beint landbúnaðarframleiðlslu. Heimilt er að hafa sérhæfðar byggingar fyrir aðra atvinnustarfsemi s.s. smáiðnað, smiðju, verkstæði, gistiheimil, gestahús, verslun og eða veitingarekstur, svo fremi sem heildarstærð slíkra bygginga fari ekki yfir 1500m². Önnur atvinnustarfsemi á landbúnaðarsvæðum bls. 17 í greinargerð ask. Því er um sambærilega lóð að ræða og ef byggja ætti fjós eða fjárhús á jörðinni.
    Þá vill nefndin taka fram að hér er um deiliskipulagsbreytingu að ræða, sem fjallar um nýjan byggingareit, ekki eru gerðar breytingar á þegar skipulögðu svæði s.s. innan byggingareits B1, þar sem heimilað er að byggja allt að 380m². Um stærðir bygginga má sjá skráningu hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, ef þörf er á.
    Skipulagsnefnd telur nægilegt að heildargestafjöldi komi fram, ekki sé þörf á að tíunda hvað rúmast í hverju húsi fyrir sig. Nefndin telur athugasemdum Skipulagsstofnunar fullsvarað og telur ekki ástæðu til breytingar á framlagðri tillögu. Nefndin leggur til að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu fyrir birtingu í B-deild stjórnartíðinda.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    ÞDÞ víkur sæti við meðferð og afgreiðslu málsins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Skipulags- og umferðarnefnd telur að umrædd framkvæmd sé ekki þess eðlis að kalli á mat á umhverfisáhrifum. Nefndin leggur til að veitt verði framkvæmdaleyfi til skógræktar á umræddu svæði. Nefndin telur nauðsynlegt að gerðar verði breytingar á landnotkun svæðisins í aðalskipulagi og svæðið verði fært í Skógræktar- og landgræðslusvæði. Að auki verði skoðað með breytingar á landnotkun fyrir stærra svæði en hér er til umræðu. Nefndin telur ekki þörf á deiliskipulagi fyrir svæðið að sinni. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 20 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

8.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 233

2312003F

Fundargerð 233. fundar stjórnar.
Fundargerðin lögð fram og staðfest.

9.Fjallskiladeild Holtamannaafréttar 6. fundur

2312032

Fundaargerð 6. fundar frá frá. 12. desember s.l. Tillaga um álagningu fjallskila 2023.
Fundargerðin lögð fram og staðfest og lagt til að tillaga um álagningu fjallskila 2023 verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

10.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 10

2401001F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.
  • 10.3 2209020 Frístundastyrkir
    Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 10 Bókun D-lista tekinn fyrir og rædd. Niðurstaðan er sú að fela starfsmanni nefndarinnar að svara bókunni. Kalla þarf eftir frekari upplýsingum frá félögum þar sem aðeins svar barst nefndinni frá einu félagi. Bókun fundar Lagt til að tillaga nefndarinnar verði samþykkt.

    EÞI og JGV tóku til máls.

    Samþykkt samhljóða.

  • Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 10 Áætlað er að vinnu við endurnýjun samninga við íþróttafélögin verði lokið í maí 2024 í samráði við hlutaðeigandi. Bókun fundar Lagt til að tillaga um tímabundna framlengingu samninga við íþróttafélög til 6. mánuða verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.

11.Almannavarnanefnd Rangárvalla- og V Skaftaf.sýslu

2210009

Fundargerð 4. fundar frá 20. desember s.l.
Lagt fram til kynningar.

12.Fundargerðir stjórnar SÍS - 2023

2301060

Fundargerð 940. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir stjórnar SASS - 2023

2301063

Fundargerð 604. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

14.Fiskiræktun í efri hluta Eystri Rangár

2104031

Stöðuyfirlit
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?