26. fundur 14. febrúar 2024 kl. 08:15 - 10:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita

2401007

Oddviti fór yfir minnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda.

2.Kjör nefnda, ráða og stjórna

2206014

Breytingar á skipan í umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd
Lagt til að Jóhanna Hlöðversdóttir verði aðalmaður í umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd í stað Fjólu Kristínar B. Blandon sem yrði þá varamaður í nefndinni.

Samþykkt samhljóða.

3.Ályktun SASS um heimavist í Fjölbrautaskóla Suðurlands

2402019

Bókun stjórnar SASS um heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Stjórn SASS skorar á mennta- og barnamálaráðherra að beita sér tafarlaust fyrir því að óvissu vegna heimavistar við Fjölbrautaskóla Suðurlands verði eytt hið allra fyrsta. Samkvæmt upplýsingum frá skólastjórnendum þá rennur samningur um núverandi húsnæði heimavistarinnar út á vordögum 2024 og engar ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja nemendum sem þess þurfa húsnæðisúrræði fyrir næsta skólaár.

Það markaði tímamót þegar samningar náðust um rekstur heimavistarinnar á haustdögum 2020 eftir nokkurra ára tímabil þar sem engin húsnæðisúrræði voru til staðar. Nýtingin á heimavistinni hefur verið mjög góð og það sætir því furðu að ríkið skuli ekki ganga frá samningum um áframhaldandi rekstur hennar þegar fyrir liggur að tilboð barst frá núverandi rekstraraðila.

Heimavist við skólann er lykilatriði í því að tryggja jafnrétti til náms á starfssvæði skólans og því með öllu óviðunandi að ríkið skuli bjóða ungmennum og fjölskyldum þeirra upp á þá óvissu sem nú er uppi.

Lagt til að taka undir bókun stjórnar SASS og skorar sveitarstjórn á mennta- og barnamálaráðherra og þingmenn kjördæmisins að beita sér tafarlaust fyrir því að óvissu vegna heimavistar við FSu verði eytt hið allra fyrsta.

Samþykkt samhljóða.

4.Erindisbréf hverfaráða kjörtímabilið 2022-2026

2402009

Lögð fram tillaga að erindisbréfi fyrir hverfaráð í Rangárþingi ytra sem yrðu fjögur talsins.

Lagt til að samþykkja erindisbréfið og fela sveitarstjóra að láta auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum í hverfaráðin.

Samþykkt með fjórum atkvæðum. Þrjú sitja hjá (IPG, EÞI og BG).

5.Atvinnustefna RY og RE - erindi frá byggðaþróunarfulltrúa

2401059

Lögð fram tillaga frá byggðarþróunarfulltrúa Rangárvallarssýlu um að hafin verði vinna við sameiginlega atvinnustefnu fyrir Rangárþing eystra og Rangárþing ytra og að tilnefndir yrðu tveir fulltrúar í verkefnisstjórn.

Lagt til að samþykkja að taka þátt í verkefninu og í Eggert Valur Guðmundsson og Ingvar Pétur Guðbjörnsson verði skipaðir í verkefnisstjórn og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Eydís Þ. Indriðadóttir til vara.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn óskar eftir því að byggðarþróunarfulltrúi fundi með sveitarstjórn og kynni verkefni sín.

6.Landmannalaugar, bílastæði. Kæra 110-2023 vegna ákvörðunar sveitarstjórnar.

2309042

Niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi ógildingu framkvæmdaleyfis sveitarfélagsins vegna gerðar grjótvarnargarðs við fyrirhuguð bílastæði við Námskvísl í Landamannalaugum og minnisblað vegna fundar með Umhverfisstofnun og Ferðafélags Íslands um málið.

Lagt til að sveitarfélagið verði ekki beinn framkvæmdaaðili að þeim framkvæmdum sem deiliskipulag svæðisins gerir ráð fyrir heldur muni Umhverfisstofnun taka við þeim verkefnum. Sveitarfélagið myndi þá vera leyfisveitandi og úthluta lóðum á svæðinu í samræmi við deiliskipulag svæðisins. Jafnframt myndi sveitarfélagið gera lokaskil við Framkvæmdasjóð ferðmannastaða.

IPG og JGV tóku til máls.

Tekið stutt fundarhlé.

Sveitarstjórn lýsir yfir miklum vonbrigðum með hvernig mál hafa þróast í Landmannalaugum og mikið áhyggjuefni er að ekki sé hægt að bregðast við mjög nauðsynlegum aðgerðum til að stýra betur aðgengi að svæðinu og uppbyggingu innviða.

Samþykkt samhljóða.

7.Álagsstýring í Landmannalaugum

2401036

Tillögur Umhverfisstofnunar
Lagðar fram tillögur Umhverfisstofnunar um álagsstýringu vegna bílaumferðar í Landmannalaugum sumarið 2024.

IPG tók til máls.

Sveitarstjórn styður tillögur Umhverfisstofnunar um álagsstýringu í Landmannalaugum.

Samþykkt samhljóða.

Bókun D-lista. Fulltrúar D-lista eru á því að sú aðgangsstýring sem Umhverfisstofnun boðar sé tilraun í átt að settu marki og geti haft jákvæð áhrif á umferð inn í Landmannalaugar. Fulltrúar D-lista eru þó enn á þeirri skoðun að best færi á því að loka svæðinu næsta sumar eða þar til búið verður að ráðast í nauðsynlegar úrbætur á því svo það geti verið sjálfbært og þoli þá umferð sem þangað sækir. IPG, EÞI, BG.

8.Kynning um stofnun Miðstöðvar héraðsskjalasafna

2402002

Lögð fram hugmynd um að stofnuð verði miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalvörslu (MHR).

Sveitarstjórn lýst vel á hugmyndina og vísar henni til Héraðsskjalasafns Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga og Héraðsnefndar Rangæinga.

Samþykkt samhljóða.

9.KPMG. Árskýrsla regluvarðar 2023

2402012

Lögð fram ársskýsla regluvarðar frá KPMG.

Lagt fram til kynningar.

10.Tillaga D-lista um að haldinn verði íbúafundur í mars 2024

2402023

Lögð fram tillaga D-lista um að haldinn verði íbúafundur fyrir íbúa sveitarfélagsins í mars. Á fundinum verði m.a. farið yfir rekstur og verkefni sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að spyrja spurninga. Oddvitum beggja lista ásamt sveitarstjóra verði falinn frekari undirbúningur fyrir fundinn.

BG, EÞI og MHG tóku til máls.

Breytingartillaga Á-lista. Fulltrúar Á-lista leggja til að íbúafundur verði haldinn í maí þegar ársreikningur fyrir árið 2023 verður klár. Sérstaklega í ljósi þess að árið 2023 er fyrsta heila starfsár núverandi sveitarstjórnar. Þar sem sveitarfélagið er víðfemt þá verði fundinum einnig streymt. EVG, MHG,VMÞ, ÞDÞ.

Samþykkt með fjórum atkvæðum. Þrjú greiddu atkvæði á móti (IPG, EÞI og BG).

Tekið stutt fundarhlé.

Bókun D-listans. Fulltrúar D-lista telja að til að gæta að íbúaðlýðræði og íbúaþátttöku sé fundartími í mars betur til þess fallinn að tryggja þátttöku íbúa í fundinum. Íbúafundur í maí á sama tíma og stór hluti samfélagsins er í vorverkum og í sumarbyrjun leiðir síður til þátttöku íbúa og þar með missir tilgangurinn marks. Hér gafst fulltrúum Á-lista gott tækifæri til að virkja íbúalýðræðið til þess að horfa fram á veginn og með þátttöku íbúa. Það tækifæri var því miður ekki nýtt sem skyldi og samráði við íbúa frestað enn frekar en orðið er. IPG, MHG, BG.

11.Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

2401038

Lagðar eru fram umsagnir umhverfis-, hálendis- og samgöngunefndar og fjallskilanefndar Landmannaafréttar um reglugerðina.

Umsögn umhverfis-, hálendis- og samgöngunefndar var efirfarandi:
Í drögum að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu kemur fram hvernig stjórnvöld hyggist stuðla að sjálfbærri landnýtingu í tengslum við beit, ferðaþjónustu, akuryrkju eða aðra nýtingu lands. Meginmarkmið reglugerðarinnar er að tryggja sjálfbæra landnýtingu í samræmi við markmið laga 155/2018 um landgræðslu.

Grunnstefið í reglugerðinni er að koma auga á land sem er í slæmu ástandi, gera s.k. landbótaáætlanir um að bæta það og fylgjast með því að svo verði gert. Sé áætlunum ekki fylgt eftir, er hægt að fara fram á ítölu beitardýra eða takmarka umferð t.d. ferðaþjónustuaðila, um viðkvæm svæði.

Það er fagnaðarefni að sett séu viðmið um ástand lands og aðstoð veitt til úrbóta. Sjálfbær landnýting og gott ástand lands er mjög mikilvægt bæði í umhverfis- og atvinnulegu samhengi. Í þessum drögum að reglugerð er samt þó nokkuð af óljósum atriðum sem dregið geta úr gildi hennar og óljóst hvaða áhrif framkvæmd hennar hefur.

Landbótaáætlanir skulu vera settar til þess að bæta ástand landsins þannig að það nái viðmiðunarmörkum um viðmiðunarvistkerfi. Viðmiðunarvistkerfi er erfitt að finna á landi sem er illa farið auk þess sem hálendi sveitarfélagsins er eldvirkt og því má velta fyrir sér hver vistgeta svæðanna er. Af viðmiðum um ástand lands í töflu 1 í viðauka I er ljóst að stór hluti af afréttum sveitarfélagsins munu falla í flokk C. Jafnframt kemur fram að landbótaáætlun skuli hafa að markmiði að koma í veg fyrir búfjárbeit á landi í flokki C.

Ljóst er að verði reglugerðin sett fram í óbreyttri mynd, getur hún haft talsverð áhrif á beitarnýtingu afrétta og þar með afkomu bænda. Nefndin telur að verði setning reglugerðarinnar til þess að bændur hætti landgræðslustörfum á afréttunum, vegna friðunar þeirra, sé hætta á að heildaráhrif reglugerðarinnar verði lítil á ástand lands þar sem oft er um að ræða land þar sem ástand batnar ekki nema með beinum uppgræðsluaðgerðum. Það er því von nefndarinnar að eftirfylgni reglugerðarinnar fari fram af hófsemi og í góðu samstarfi við bændur sem eiga lögvarinn rétt á nýtingu afréttanna.

Nefndin fagnar því að stjórnvöld ætli sér að stuðla að sjálfbærri landnýtingu, líkt og gert hefur verið með sjálfbæra nýtingu auðlinda úr hafinu. En til þess að þetta takist, verður að tryggja fjármagn til eftirlitsins þannig að eftirfylgni reglugerðarinnar byggi á sterkum grunni. Án þess er hætt við að aðgerðir verði tilviljanakenndar og/eða illa unnar. Þá er einnig nauðsynlegt að tryggja umráðahöfum lands stuðning til úrbóta svo unnt sé að stunda sjálfbæra landnýtingu eins og reglugerðin kveður á um.

Nefndin fagnar því að sett eru fram viðmið um jarðvegsvernd í akuryrkju, því þar sem akrar eru oftast nálægt byggð, þá finna íbúar fljótt fyrir lélegum loftgæðum t.d. ef blæs upp úr opnum ökrum. Það vekur athygli að svo virðist sem að reglugerðin sé linari gagnvart ósjálfbærri landnýtingu í akuryrkju en nýtingu hálendisins, a.m.k. er ekki gert ráð fyrir reglulegu eftirliti eða úrbótaáætlunum.

Athygli vekur að málefni tengd akuryrkju, framkvæmdum og umferð fólks og ökutækja fá miklu minna vægi en málefni beitar. Kaflanum um beitarnýtingu fylgir t.a.m. bæði vefsjá þar sem land er flokkað eftir ástandi sem og sérstakar skýringar með beitarhluta reglugerðarinnar. Er þetta áhugavert þar sem t.d. ummerki vegna ferða fólks eru víða mun meira áberandi en beitar og ættu því að hljóta sömu umfjöllun. Einnig er áhugavert að matvælaráðuneytið skuli telja beitarhlutann einan vera það flókinn að hann kalli á sérstakar skýringar. Í þessum skýringum er þó ekki allt skýrt, t.d. má nefna að ekki kemur fram hvernig krafa um 20% æðplöntuþekju er fengin né heldur færð rök fyrir prósentuviðmiðum í töflu 1 í viðauka I.

Einnig vekur athygli að í greinum um sjálfbæra nýtingu lands til akuryrkju, framkvæmda og umferðar fólks og ökutækja er eingöngu um leiðbeinandi texta að ræða, ekki eru sett viðmið um sjálfbæra landnýtingu í þessum greinum og því að mati nefndarinnar mjög óljóst hvernig fylgja á þessum hluta reglugerðarinnar eftir.

Nefndin veltir fyrir sér hver sé ferill úrbóta vegna umferðar fólks þegar landnotandinn er ótilgreindur almenningur og umráðahafi ríkið t.d. á þjóðlendu? Hver ber þá ábyrgð á gerð landbótaáætlunar sé hennar þörf?

Nefndin leggur til að sveitarstjórn fjalli um reglugerðardrögin og sendi inn umsögn í samráðsgátt.

IPG tók til máls.

Sveitarstjórn tekur undir umsagnir umhverfis-, hálendis- og samgöngunefndar og fjallskilanefndar Landmannaafréttar. Sveitarstjóra falið að skila umsögn umhverfis-, hálendis- og samgöngunefndar sem umsögn sveitarstjórnar í samráðsgáttina. Fjallaskilanefnd Landmannaafréttar hefur þegar skilað inn umsögn sinni í samráðsgáttina.

Samþykkt samhljóða.

12.2024 málasafn - Til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

2401005

Umsagnarbeiðnir frá Velferðarnefnd um barnaverndarlög (endurgreiðslur), Atvinnuveganefnd um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu) og Allsherjar- og menntamálanefnd um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna (fæðingarorlof, atvinnuleysistryggingar og námslán).
Lagt fram til kynningar.

13.Byggðarráð Rangárþings ytra - 21

2311016F

Tekið stutt fundarhlé.

Lagt til að teknir fyrir liðir 13.8 um viðbyggingu við Grunnskólann á Hellu, samningur um byggingarstjóra og liður 13.10 um samning um vikurvinnslu, Hekluvikur.
Samningarnir samþykktir samhljóða.

Fundargerð byggðarráðs að öðru leyti lögð fram og staðfest.

14.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 11

2402001F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.
  • Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 11 Byggðaráð hefur þegar samþykkt styrk til viðkomandi. Nefndin vekur athygli á því að samkvæmt núgildandi reglur um styrkveitingar til afreksfólks í íþróttum er um aðrar upphæðir að ræða enn sú sem samþykkt var af Byggðaráði.

    Nefndin leggur til að reglur um styrkveitingar til afreksfólks í íþróttum verði teknar til endurskoðunar sem fyrst.
    Bókun fundar Lagt til að fela sveitarstjóra að endurskoða reglur um styrkveitingar til afreksfólk í íþróttum og leggja fyrir byggðarráð.

    Samþykkt samhljóða.

15.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21

2401004F

  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform landeiganda og leggur til að afmörkun og stærð verði staðfest. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að erindið verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð og leggur til að erindið verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Þórunn Dís víkur sæti við meðferð og afgreiðslu málsins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti og leggur til að þau verði samþykkt. Bókun fundar Lagt til að málinu verði frestað.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulags- og umferðarnefnd telur að rýna þurfi betur í drögin. Beðið er eftir umsögn frá Bændasamtökum Íslands Bókun fundar Málið tekið sérstaklega fyrir í sveitarstjórn.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við áform umsækjanda og styður úthlutun lóðarinnar. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að beina erindi til Vegagerðarinnar um að sett verði upp áberandi skilti eða sjálfvirkt hraðaskilti sitt hvoru megin við áhrifasvæði Austvaðsholts 2 þar sem skilgreindur hámarkshraði verði lækkaður niður í 50 km/klst. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komin erindi og leggur til eftirfarandi úrræði til lausnar:

    Varðandi bætt umferðaröryggi í Útskálum gerir nefndin þá tillögu að sett verði upp aukin lýsing við gangbrautina næst leikskólanum. Nefndin leggur jafnframt til að sveitarstjórn beini því til starfsfóks í sundlaug, grunnskóla og leikskóla að starfsfólk noti sér bílastæðin við sparkvöllinn eða meðfram Þrúðvangi. Ljóst er að við framkvæmdir á svæðinu er nauðsynlegt að vera með gott samráð við framkvæmdaaðila og starfsfólk þar sem gert verði ráð fyrir bættari og skýrari merkingum á svæðinu. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum verði ítarleg og góð.

    Varðandi notkun á brekku milli Freyvangs og Borgarsands telur nefndin réttast að vísa þessu til vinnu við gerð hverfisskipulags.

    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulagsnefnd samþykkir að veita rekstraraðilum í Áfangagili heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingarinnar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Málið tekið sérstaklega fyrir á fundi sveitarstjórnar.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 15. - 29. febrúar 2024.
    Að auki fjallaði nefndin um áherslur varðandi mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Niðurstaða nefndarinnar er að enduropnun efnistökusvæðis við Langöldu sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna til auglýsingar í samræmi við 31. gr. en leggur til hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur nægilegt að kynning tillögunnar fari fram á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem tillagan varðar ekki hagsmunaaðila utan sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 15. - 29. febrúar 2024. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 15. - 29. febrúar 2024. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Vísað er til samantektar umsagna og viðbragða við þeim. Nefndin vill árétta að ekki var gerður greinarmunur á umsögnum hvort sem var við deiliskipulagstillöguna eða breytinguna í aðalskipulagi við yfirferð umsagna. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

    Nefndin leggur til að hér eftir verði heiti verkefnisins Vaðölduver sem kennt er við Vaðöldu á svæðinu í stað Búrfellslundar.
    Bókun fundar Sveitarstjórn hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila og vísað er til samantektar umsagna og viðbragða við þeim. Sveitarstjórn vill árétta að ekki var gerður greinarmunur á umsögnum hvort sem var við deiliskipulagstillöguna eða breytinguna í aðalskipulagi við yfirferð umsagna. Sveitarstjórn telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu.

    Lagt til að samþykkja fyrirliggjandi tillögu og að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun.

    Samþykkt samhljóða.

    Að auki er lagt til að hér eftir verði heiti verkefnisins annað hvort Vaðölduver eða Vaðölduvirkjun sem kennt er við Vaðöldu á svæðinu í stað Búrfellslundar. Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við Landsvirkjun um þessa tillögu. Einnig lagt til að fram fari viðhorfskönnun meðal íbúa sveitarfélagsins til fyrirhugaðra framkvæmda. Nánari útfærslu er vísað til vinnslu og afgreiðslu hjá byggðarráði.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Vísað er til samantektar umsagna og viðbragða við þeim. Nefndin vill árétta að ekki var gerður greinarmunur á umsögnum hvort sem var við deiliskipulagstillöguna eða breytinguna í aðalskipulagi við yfirferð umsagna. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Nefndin leggur til að hér eftir verði heiti verkefnisins Vaðölduver sem kennt er við Vaðöldu á svæðinu í stað Búrfellslundar.
    Bókun fundar Sveitarstjórn hefur farið yfir fram komnar athugasemdir og vísað er til samantektar umsagna og viðbragða við þeim. Sveitarstjórn vill árétta að ekki var gerður greinarmunur á umsögnum hvort sem var við deiliskipulagstillöguna eða breytinguna í aðalskipulagi við yfirferð umsagna. Sveitarstjórn telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • 15.19 2210013 Mosar deiliskipulag
    Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu með fyrirvara um jákvæða umsögn Vegagerðarinnar á breyttri legu syðri tengingarinnar og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar ferlinu við breytingarnar á aðalskipulaginu er lokið.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir fram komnar athugasemdir. Nefndin telur að búið sé að taka tillit til fram kominna athugasemda í fyrirliggjandi tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 21 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir fram lagða tillögu. Nefndin telur að farið skuli með málsmeðferð eins og um óverulega breytingu sé að ræða þar sem breytingin víkur að engu leyti frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis. Jafnframt gerir nefndin engar athugasemdir við færslu á skipulagsmörkum vegna Halds.
    Nefndin leggur því til að farið verði um málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 en telur jafnframt ekki ástæðu til grenndarkynningar af því tilefni. Breyting verði jafnframt uppfærð í nýju deiliskipulagi fyrir Búrfellslund, sem er í ferli.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.

16.Oddi bs - 19

2312007F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

17.Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd - 8

2401009F

Fundargerðin lögð fram og staðfest.

18.Viðræðunefnd samráðsnefndar Ásahrepps og Rangárþings ytra - 1

2401007F

Lögð fram til kynningar

IPG tók til máls.

19.Stjórnarfundir 2023 - Bergrisinn

2301078

Fundargerðir 64.-68. funda stjórnar. Reglur Bergrisans bs. um stoðþjónustu við fatlað fólk þarfnast staðfestingar.

Lagt til að reglur Bergrisans bs. um stoðþjónustu við fatlað fólk verði samþykktar en að öðru leyti verði fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

20.Stjórnarfundir 2024 - Bergrisinn bs

2401062

Fundargerð 69. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

21.Fundargerðir stjórnar SASS - 2024

2401032

Fundargerð 606. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

22.Fundargerðir 2024 - stjórn Félags- og skólaþj. Rangárv. og V-Skaft.

2401042

Fundargerð 78. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

23.Fundargerðir stjórnar SíS - 2024

2401033

Fundargerð 942. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

24.Lánasjóður sveitarfélaga. Auglýsing eftir framboðum í stjórn

2401061

Lagt fram til kynningar.

25.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum. Málþing

2402020

Fundarboð á málþing 15. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.

26.Umsókn um tækifærisleyfi. Þorrablót Rangvellinga

2402004

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?