9. fundur 04. mars 2024 kl. 08:30 - 09:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Magnús H. Jóhannsson formaður
  • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
  • Fjóla Kristín B. Blandon aðalmaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Sævar Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi

1.Dynskálar frágangur á lóðamörkum

1908033

Umhverfisnefnd vinnur að sameiginlegu átaki í afmörkun lóða meðfram Suðurlandsvegi. Farið yfir stöðu mála.
Farið yfir stöðu málsins.

2.Stóri plokkdagurinn 2024

2402075

Stóri plokkdagurinn verður haldinn með pompi og prakt um allt land sunnudaginn 28. apríl næstkomandi. Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með aðstoð og atfylgi góðra bakhjarla. Markmið Rótarýhreyfingarinnar er að dagurinn sé ætlaður öllum sem vilja skipuleggja hreinsunarátak á þeim degi, eða eftir atvikum öðrum degi á svipuðum tíma.
Umhverfis-, hálendis- og samgöngunefnd hvetur íbúa og fyrirtæki til að huga að sínu nærumhverfi og fjarlægja stórt og smátt rusl og koma því í viðeigandi gáma á gámasvæðum eða Sorpstöðinni á Strönd. Stóri plokkdagurinn er góð áminning til allra um að bera virðingu fyrir umhverfi sínu og sinna því af nærgætni.

3.Umhverfisstefna Rangárþings ytra

1903041

Farið yfir stöðu vinnu við umhverfisstefnu Rangárþings ytra
Umhverfis- hálendis- og samgöngunefndin telur að best sé að vinna að heildarstefnu með því að fjalla um ákveðin markmið hverju sinni. Fyrir næsta fund verði aðgreining á markmiðum og leiðum að markmiðum gerð skýrari.

4.Styrkvegir 2024

2403046

Farið yfir áherslur og forgangsröðun verkefna á árinu.
Umhverfis- hálendis- og samgöngunefnd fór yfir tillögur forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar, Tómasar H. Tómassonar um forgangsverkefni. Nefndin leggur til að sótt verði um styrk í þau verkefni sem tiltekin eru í tillögum forstöðumanns.

5.Laugavegurinn. Endurnýjun upplýsingaskilta FÍ

2402045

Páll Guðmundsson fyrir hönd Ferðafélags Íslands óskar eftir samþykki til endurnýjunar á upplýsingaskiltum sem staðsett eru í skálum félagsins. Skipulags- og byggingarfulltrúi gaf leyfi til endurnýjunar fyrir hönd sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

6.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

1903030

Lögð er fram tillaga að svæðisskipulagi Suðurhálendisins 2022-2042 eftir auglýsingu. Innan tillögunnar er mótuð framtíðarsýn fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda, aðgerðir fyrir loftslagið og góða samvinnu. Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendi, sem er fylgirit svæðisskipulagsins. Tillagan nær yfir hálendishluta sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps, Bláskógabyggðar, og Grímsnes- og Grafningshrepps. Auk þeirra hafa sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg tekið þátt í verkefninu. Tillagan var auglýst frá 15. nóvember 2023 til og með 19. janúar 2024. Athugasemdir og umsagnir bárust við tillöguna og hafa þær verið lagðar fram við afgreiðslu málsins eftir auglýsingu auk samantektar á andsvörum og viðbrögðum svæðisskipulagsnefndar fyrir Suðurhálendið. Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti fyrirliggjandi tillögu með framlögðum fylgiskjölum að svæðisskipulagi Suðurhálendis fyrir sitt leyti á fundi þeirra 13.mars sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?