9. fundur 24. mars 2021 kl. 16:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir aðalmaður
  • Anne Bau aðalmaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Anna Vilborg Einarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Haraldur Birgir Haraldsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Tómas Haukur forstöðumaður þjónustumiðstöðvar fór yfir stöðu mála

1.Fráveita Hellu aðgerðaráætlun 2022-2027

2011015

Fráveitumál aðgerðaráætlun.
Tómas Haukur fór yfir og kynnti síðustu aðgerðir í fráveitumálum í sveitarfélaginu.
Beðið er leiðbeininga frá Umhverfisstofnun um tilhögun mælinga. Lögð hefur verið fram 6 ára úrbótaáætlun af hálfu sveitarfélagsins og gildir hún til 2027.

2.Umhverfismál. Hugmyndir

1806032

Rætt um ýmsar tillögur að umbótum í umhverfismálum.
Farið var aðeins yfir hreinsun strandlengjunnar og átak þess efnis a vegum Veraldarvina. Verið er að leita lausna varðandi húsnæði. Gönguleiðir og opin svæði innan sveitarfélagsins komu til umræðu. Rætt var um hreinsun bílhræja og slíkt. Þar er forræði á vegum Heilbrigðiseftirlitsins. Yfirferð. Kanna þarf hvernig umsjón með rotþróm er háttað.
Tómasi Hauki þökkuð góð yfirferð.

3.Plokk á Íslandi

2103050

Stóri plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur fjórða árið í röð laugardaginn 24. apríl næstkomandi.
Umhverfisnefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki þátttöku í umræddu verkefni. Jafnframt verði lögð áhersla á þátttöku almennings í samfélaginu.

Fundi slitið.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?