8. fundur 27. mars 2015 kl. 08:30 - 12:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Ágúst Sigurðsson
  • Nanna Jónsdóttir
  • Egill Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Einnig sat fundinn Sesselja Árnadóttir (SÁ) lögfræðingur.

1.Rammasamningur Ásahrepps og Rangárþings ytra

1503019

Fyrstu drög
SÁ rakti þær breytingar sem urðu við endurskoðun sveitarstjórnarlaga árið 2011 hvað varðar samstarf sveitarfélaga. Farið var yfir öll samstarfsverkefnin m.t.t. þess lagaramma sem settur er og rætt um mismunandi útfærslur í leiðandi sveitarfélagi og/eða byggðasamlögum.

2.Áfangaskýrsla um útfærslu verkefna

1503048

Fyrstu drög að áfangaskýrslu um útfærslu einstakra samstarfsverkefna Á og Ry
Unnið áfram í drögunum. Ákveðið að hittast á fundi n.k. mánudag 30.3 kl. 15:00 og stefna þá að því að ganga frá áfangaskýrslu til kynningar fyrir sveitarstjórnum. Rætt um mikilvægi þess að halda sameiginlegan opinn íbúafund sem fyrst þar sem málin yrðu kynnt og rædd.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?