Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Rangárþingi ytra 2023

1. grein

a) Gjald fyrir að halda hund, sbr. 1. lið 2. gr. samþykktar um hunda- og kattahald í Rangárþingi ytra, samþykkt af sveitarstjórn Rangárþings ytra 20. júlí 2011, skal vera kr. 8.899. Gjalddagi er 1. mars og eindagi 31. mars vegna hunda sem eru á skrá um áramót, annars er 30 daga gjaldfrestur.

b) Kostnaður vegna handsömunar hunda sem teknir eru lausir skal greiddur af hlutaðeigandi leyfishafa eða umráðamanni hunds sé um leyfislausa hunda að ræða. Sá kostnaður greiðist með handsömunargjaldi sem er eftirfarandi:

Í fyrsta sinn kr. ......................... 13.336,-
Í annað sinn kr. ....................... 19.265,-
Í þriðja sinn kr. ....................... 25.192,-

c) Að auki skal greiða þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi hunds. Óskráða hunda má ekki afhenda fyrr en að lokinni skráningu.

d) Hafi eigandi skráðs hunds lokið grunnnámskeiði í hundauppeldi viðurkenndu af sveitarstjórn Rangárþings ytra er heimilt að veita allt að 25% afslátt af gjöldum samkvæmt a) og b) lið gjaldskrár þessarar samkvæmt nánari reglum sem sveitarstjórn setur. Sveitarstjórn getur sett reglur um afsláttarkjör fyrir hundaeigendur sem hafa í hvívetna fullnægt ákvæðum samþykktar um hundahald í ákveðinn árafjölda eftir nánari ákvörðun sveitarstjóra.

2. grein

a) Þeir sem fá heimild til að halda kött, sbr. samþykkt um hunda- og kattahald í Rangárþingi ytra skulu greiða fyrir það skráningargjald kr. 2.666,- sem rennur í sveitarsjóð. Er gjaldinu ætlað að standa undir kostnaði við framkvæmd fyrrgreindrar samþykktar sbr. 6. gr. hennar.

b) Föngunargjald skv. 14. gr. sömu samþykktar skal vera kr. 2.964,- í fyrsta skipti en síðan hækkar það í kr. 5.927,- ef til föngunar kemur aftur innan 6 mánaða frá fyrri föngun. Að auki skal umráðamaður kattar greiða þann kostnað sem til fellur svo sem dvalar- og geymslukostnað. Óskráða ketti má ekki afhenda fyrr en að lokinni skráningu, greiðslu skráningargjalds og annars áfallins kostnaðar.

3. grein

Ofangreind gjaldskrá, sem samþykkt er af sveitarstjórn Rangárþings ytra með vísun til heimildar í samþykkt um hunda- og kattahald í Rangárþingi ytra, samþykkt á fundi byggðaráðs 20. júlí 2011, staðfestist hér með, samkvæmt 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og öðlast gildi þegar við birtingu.

Samþykkt á fundi sveitarstjórnar 14. desember 2022

Gjaldskránna má nálgast hér sem pdf. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?