27. fundur 13. mars 2024 kl. 08:15 - 10:35 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir varaoddviti
  • Eggert Valur Guðmundsson oddviti
  • Þórunn Dís Þórunnardóttir aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir aðalmaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Björk Grétarsdóttir aðalmaður
  • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Samantekt sveitarstjóra og/eða oddvita

2401007

Sveitarstjóri fór yfir minnisblað um ýmis mál sem hafa verið unnin milli sveitarstjórnarfunda.

2.Næstu fundir sveitarstjórnar og aukafundur byggðarráðs

2403024

Næsti fundur sveitarstjórnar og aukafundur í byggðarráði vegna ársreiknings 2023 og aukafundur í sveitarstjórn
Lagt er til að aukafundur verði haldinn í byggðarráði þann 10. apríl nk. kl. 8:15 þar sem fjallað verður um ársreikning sveitarfélagsins fyrir 2023 og að næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar þann 10. apríl hefjist kl. 10:00 í kjölfar byggðarráðsfundarins.

BG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

3.Sumarlokun skrifstofu Rangárþings ytra

2403026

Lagt er til að skrifstofa Rangárþings ytra verði lokuð frá 22. júlí til og með 2 ágúst 2024 vegna sumarleyfa.

EÞI tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

4.Erindi frá stjórn Hagsmunafélags á Gaddstöðum

2007011

Úrskurður Innviðaráðuneytisins
Lagður fram úrskurður Innviðaráðuneytisins vegna kæru sveitarfélagsins á ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna beiðni um héraðsveg. Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju með niðurstöðu ráðuneytisins og felur sveitarstjóra í samráði við lögmann sveitarfélagsins að skila inn frekari gögnum til Vegagerðarinnar vegna umsóknar sinnar í samræmi við niðurstöðu ráðuneytisins.

IPG, JGV og EÞI tóku til máls.

Samþykkt með fjórum atkvæðum. IPG, EÞI, BG sitja hjá.

5.Forstöðumaður íþróttamannvirkja. Starfslýsing.

2403010

Lögð fram starfslýsing fyrir forstöðumann íþróttamannvirkja.

Tekið fundarhlé.

Lagt til að samþykkja starfslýsinguna og fela sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fram drög að endurskoðuðum ráðningarsamningi forstöðumanns fyrir næsta fund byggðarráðs.

Samþykkt með 6 atkvæðum. BG sat hjá.

6.Verkefnisstjóri íþrótta- og fjölmenningarmála. Starfslýsing

2403009

Lögð fram starfslýsing fyrir verkefnisstjóra íþrótta- og fjölmenningarfulltrúa.

Lagt til að samþykkja starfslýsinguna og fela sveitarstjóra að vinna málið áfram fram að næsta reglulega fundi byggðarráðs.

Samþykkt með 6 atkvæðum. BG sat hjá.

7.Viðhorfskönnun vegna vindorkuvers við Vaðöldu

2402035

Lagðar fram tillögur að spurningum í viðhorfskönnun til íbúa í Rangárþingi ytra vegna viðhorfskönnunar vegna vindorkuvers við Vaðöldu.

Lagt til að samþykkja tillögurnar og fela sveitarstjóra að framkvæma viðhorfskönnunina.

Samþykkt samhljóða.

8.Staða kjarasamninga

2403015

Stuðningur ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga í mars 2024
Lögð fram áskorun Sambands íslenskra sveitarfélaga og tillögur ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga í mars 2024.

Sveitarstjórn fagnar því að náðst hafi samningar á almennum markaði og búið sé að leggja línur fyrir komandi kjarasamninga á opinberum markaði. Í tillögunum er m.a. gert ráð fyrir gjaldfrjálsum máltíðum í grunnskólum og að börn séu tekin inn í leikskóla frá og með 12 mánaða aldri. Sveitarfélagið hefur í nokkur ár haft máltíðir gjaldfrjálsar í grunnskólum sveitarfélagsins auk þess sem börn eru tekin inn í leikskóla frá 12 mánaða aldri. Sveitarstjórn lýsir vilja sínum að endurskoða gjaldskrárhækkanir 2024 til þess að koma á móts við forsendur nýrra kjarasamninga. Sveitarstjórn vísar gjaldskrármálum til stjórnar Odda bs.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

9.Hverfaráð

2208016

Lagðar fram upplýsingar vegna fjölda þeirra sem sóttu um setu í hverfaráðum í kjölfar auglýsingar.

Þar sem ekki fékkst nægileg þátttaka í hverfaráðum er lagt til að stofnað verði eitt íbúaráð í sveitarfélaginu þar sem sitji 4 fulltrúar þeirra hverfa sem lagt var upp með í hverfaráðunum.

Sveitarstjóra falið að vinna að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins og erindisbréfi vegna íbúaráðs og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

IPG tók til máls.

Samþykkt með fjórum atkvæðum. IPG, EÞI og BG greiða atkvæði á móti.

Bókun fulltrúa D-lista vegna tillögu fulltrúa Á-lista um íbúaráð í stað hverfaráða: Fulltrúar D-lista hafa haft ákveðnar efasemdir um að hverfaráð muni skila árangri enda stutt á milli kjörinna fulltrúa og íbúa. Sú afstaða stendur enn. Ekki reyndist mikil eftirspurn hjá íbúum að sækjast eftir setu í fjórum hverfaráðum og er sú staðreynd í samræmi við þær efasemdir sem D-listinn hefur haft um málið. Hér leggur Á-listinn fram tillögu um íbúaráð í staðinn fyrir hverfaráð. Fulltrúar D-lista telja að sveitarstjórn sinni nú þegar þessu hlutverki enda kjósi íbúar á fjögurra ára fresti í lýðræðislegum kosningum, fulltrúa til setu í sveitarstjórn sem hefur lögbundið hlutverk til að starfa í þágu íbúanna. Því leggjast fulltrúar D-lista gegn hugmyndum Á-lista um íbúaráð og hvetja þau til að vinna með fulltrúum D-lista að öðrum lausnum til að auka íbúalýðræði, t.a.m. með íbúafundum (IPG, EÞI, BG).

10.Skýrsla starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu

2402038

Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu.

Sveitarstjórn fagnar því að loks sé komin fram skýrsla um breytingar á skattlagningu orkuvinnslu. Nauðsynlegt er að ráðherra leggi fram frumvarp sem allra fyrst svo ljóst sé hvaða tillögur eigi að leggja til grundvallar þannig að nærsamfélagið njóti sanngjarns ávinnings af orkumannvirkjum og þar með náttúruauðlindum sínum.

IPG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

11.80 ára afmæli lýðveldisins

2403002

Lagt fram erindi frá afmælisnefnd af tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins Ísland þar sem lagt er upp með að nota 17. júní sem sérstakan hátíðardag að þessu tilefni.

Lagt til að vísa málinu til markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefndar.

Samþykkt samhljóða.

12.Regluverk um búfjárbeit - Minnisblað

2402033

Lagt fram minnisblað frá Matvælaráðuneytinu varðandi sjónarmið ráðuneytisins varðandi regluverk um búfjárbeit.

Lagt til að vísa málinu til kynningar í fjallskilanefndum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

13.Fyrirspurn frá D-lista, persónuverndarfulltrúi

2403025

Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúum D-lista þar sem ítrekuð er fyrirspurn frá 25. fundi sveitarstjórnar 10. janúar sl. varðandi persónuverndarfulltrúa þar sem óskað er eftir að teknar verði saman upplýsingar um umfang starfsins á meðan það var vistað á skrifstofu sveitarfélagsins og lagt fyrir sveitarstjórn á næsta reglulega fundi.

Lagt til að fela sveitarstjóra að leggja fram umbeðnar upplýsingar á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar.

BG tók til máls.

Samþykkt samhljóða.

14.Fyrirspurn frá D-lista, Landmannalaugar

2403023

Fulltrúar D-lista óska eftir svörum við eftirfarandi spurningum:
1. Hvaða samskipti hafa verið við Umhverfisstofnun frá síðasta fundi
sveitarstjórnar?
2. Liggur staðfest fyrir að Umhverfisstofnun verði framkvæmdaaðili í
Landmannalaugum?
3. Hefur Umhverfisstofnun upplýst sveitarfélagið um framkvæmdaáætlun
nauðsynlegra innviða í Landmannalaugum, þ.m.t. bílastæðis?

BG og IPG tóku til máls.

Sveitarstjóri svaraði munnlega fyrirspurnunum en skrifleg svör verða lögð fram á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar.

Fylgiskjöl:

15.Tillaga frá D-lista, dagdvöl

2403022

Fulltrúar D-lista leggja til að Rangárþing ytra beiti sér fyrir því að ráðinn verði iðjuþjálfi inn á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lund til að sinna íbúum í dagdvöl (með heilabilun) og eftir atvikum íbúum heimilisins. Teknar verði upp viðræður við sveitarstjórn Ásahrepps og stjórn Lundar þar sem könnuð verði afstaða til málsins, starfshlutfall og kostnaðarskipting verði ákveðin, ef samningar nást og málið lagt að nýju fyrir sveitarstjórn í vor. Fulltrúar D-lista leggja einnig til að sveitarstjóra verði falið að láta skoða með mögulegar lausnir að húsnæði fyrir dagdvöl í nágrenni Lundar og leggja greinargerð þess efnis fyrir sveitarstjórn í maí (IPG, EÞI, BG).

IPG, MHG og EÞI tóku til máls.

Lagt til að sveitarstjóra verði falið að óska eftir fundi með Ásahreppi og hjúkrunarforstjóra Lundar þar sem þessi málefni verði rædd.

Samþykkt samhljóða.

16.Fyrirspurn frá D-lista, þróun starfsmannamála

2403021

Fulltrúar D-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra óska eftir að sveitarstjóri láti taka saman eftirfarandi upplýsingar sem verði lagðar fram á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar í apríl 2024:
1. Þróun starfsmannafjölda sveitarfélagsins brotið niður á deildir, annars vegar fjöldi starfa og hins vegar fjöldi stöðugilda á árunum 2021-2023.
2. Þróun starfsmannafjölda hjá Odda bs. brotið niður á starfsstöðvar, annars vegar fjöldi starfa og hins vegar fjöldi stöðugilda.

Sveitarstjóra falið að leggja fram umbeðnar upplýsingar sem fyrst.

Samþykkt samhljóða.

17.Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið

1903030

Lögð er fram tillaga að svæðisskipulagi Suðurhálendisins 2022-2042 eftir auglýsingu. Innan tillögunnar er mótuð framtíðarsýn fyrir Suðurhálendið um sterka innviði, umhyggju fyrir auðlindum, ábyrga nýtingu auðlinda, aðgerðir fyrir loftslagið og góða samvinnu. Tillögunni fylgir greinargerð um landslagsgreiningu fyrir Suðurhálendi, sem er fylgirit svæðisskipulagsins. Tillagan nær yfir hálendishluta sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps, Bláskógabyggðar, og Grímsnes- og Grafningshrepps. Auk þeirra hafa sveitarfélögin Flóahreppur og Árborg tekið þátt í verkefninu. Tillagan var auglýst frá 15. nóvember 2023 til og með 19. janúar 2024. Athugasemdir og umsagnir bárust við tillöguna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins eftir auglýsingu auk samantektar á andsvörum og viðbrögðum svæðisskipulagsnefndar fyrir Suðurhálendið.

Lagt til að sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkir fyrirliggjandi tillögu með framlögðum fylgiskjölum að svæðisskipulagi Suðurhálendis fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.

18.Vestri-Kirkjubær 2. Beiðni um breytt heiti jarðar. Efri Strönd

2402084

Eigendur jarðarinnar Vestri-Kirkjubær 2, L235253, óska eftir að heiti jarðarinnar verði breytt í Efri Strönd. Tenging er við örnefni á svæðinu.

Lagt til að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir varðandi nafnabreytinguna.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

19.Byggðarráð Rangárþings ytra - 22

2401008F

Fundargerð byggðarráðs lögð fram og staðfest.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 22 Lagt fram kauptilboð Rangárþings ytra vegna kaupa á 13,03 ha spildu úr landi Helluvaðs, landnúmer 164505 undir íþróttasvæði og tengd svæði á Hellu að fjárhæð kr. 52.000.000.

    Byggðarráð leggur til að samþykkja kauptilboðið og fela sveitarstjóra að undirrita það f.h. sveitarfélagsins með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar Lagt til að samþykkja til kauptilboðið.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 22 Lagðar fram upplýsingar um þátttöku sveitarfélagsins í farsímakostnaði starfsmanna og drög að reglum um þátttöku í farsímakostnaði.

    Byggðarráð leggur til að samþykkja reglurnar.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt til að samþykkja reglurnar með þeim breytingum sem lagðar hafa verið til.

    JGV tók til máls.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 22 Lagður fram samningur milli sveitarfélagsins og One Systems Íslands ehf. Þá liggja einnig fyrir upplýsingar um tilboð í uppfærslur í One kerfinu varðandi þjónustugátt, rafrænar undirskriftir, rafrænar undirritanir teikninga, eyðublaðakerfi/viðhorfskannanir og pósthólf á island.is en tilgangurinn er að auka möguleika á rafrænni stjornsýslu. Áætlaður kostaður við uppfærsluna er kr. 1,5 millj. í stofnkostað og mánaðargjald um kr. 63 þús.

    Byggðarráð leggur til að samþykkja kaup á uppfærslunum og sveitarstjóra jafnframt falið að undirrita samning við One Systems.

    Samþykkt samhjóða.

    Bókun fulltrúa D-lista: Undirritaður fagnar því að sveitarfélagið sé að innleiða í enn meira mæli rafræna þjónustu í þágu íbúa, hagaðila og nefndarmanna sveitarfélagsins líkt og fulltrúar D-lista hafa áður lagt til í sveitarstjórn. Hér er verið að stíga stórt skref í rétta átt sem mun auka skilvirkni og bæta stjórnsýslu sveitarfélagsins í anda nútímasamfélags. (IPG)

    Bókun fundar Lagt til að samþykkja niðurstöðu byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Rangárþings ytra - 22 Lagt fram erindi frá Hreppsnefnd Ásahrepps um að óska eftir fundi með sveitarstjórnum í Rangárvallasýslu til að ræða möguleika um sameiningar sveitarfélaga áður en að tekin verði ákvörðun um formlegar sameiningarviðræður.

    Byggðarráð tekur vel í erindið og leggur til að fela sveitarstjóra og oddvita að ræða við Ásahrepp um að finna heppilegan fundartíma.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

20.Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22

2402002F

  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformuð landskipti né fyrirhugað heiti á lóð. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulags- og umferðarnefnd frestar afgreiðslu þar til lagnahönnun og hönnun á gönguleiðum liggur fyrir.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform landeiganda og leggur til að afmörkun og stærð verði staðfest.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áform landeiganda og leggur til að afmörkun og stærð verði staðfest.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til eftirfarandi:
    Á lóðinni Breiðalda 8 verði gert ráð fyrir einbýlishúsi á einni hæð.
    Baugöldu lóðir. Minni lóðin, sú vestari, yrði fyrir einbýlishús eða parhús á einni hæð. Stærri lóðin, sú eystri yrði fyrir parhús eða þriggja íbúða raðhús á einni hæð. Gera þarf nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi vegna Baugöldu og grenndarkynna önnur áform. Nefndin mælir með að hönnun á fyrirhuguðu leiksvæði í Öldum III hefjist sem fyrst.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulags- og umferðarnefnd telur að gera þurfi breytingar á landnotkun í aðalskipulagi til að áform umsækjanda geti orðið að veruleika. Breyta þarf núverandi landbúnaðarsvæði í Verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 í samræmi við ofangreint. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir lýsinguna til kynningar. Lýsing skal kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og einnig í samræmi við 3. mgr. 40. gr. sömu laga. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 14. - 28. mars 2024. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd leggur til að veitt verði heimild til deiliskipulagsgerðar. Nefndin telur að tillagan samræmist stefnu aðalskipulagsins og því sé ekki þörf á kynningu lýsingar. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Nefndin vill árétta að öll efnistaka er háð framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins og starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og leggur til að fallið verði frá kynningu lýsingar þar sem skipulagsáætlun samræmist stefnu aðalskipulagsins. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulags- og umferðarnefnd telur að gera þurfi breytingar á landnotkun í aðalskipulagi til að áform umsækjanda geti orðið að veruleika. Breyta þarf núverandi frístundasvæði í Verslunar- og þjónustusvæði. Skipulagsnefndin samþykkir að veita heimild til deiliskipulagsgerðar og felur skipulagsfulltrúa jafnhliða að gera tillögu að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028 í samræmi við ofangreint. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulags- og umferðarnefnd telur að gera þurfi breytingar á landnotkun í aðalskipulagi til að áform umsækjanda geti orðið að veruleika. Breyta þarf núverandi landbúnaðarsvæði í Frístundasvæði. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir lýsinguna til kynningar. Lýsing skal kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og einnig í samræmi við 3. mgr. 40. gr. sömu laga. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 14. - 28. mars 2024. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulags- og umferðarnefnd telur að greinilega sé brugðist við þeim áhrifum sem umrædd framkvæmd kunni að hafa á umhverfi sitt með þeim hætti að ekki verði um veruleg neikvæð áhrif að ræða. Skipulagsnefnd telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni í framlagðri greinargerð með tilkynningunni. Umhverfisáhrif hafa verið lágmörkuð með fullnægjandi mótvægisaðgerðum og vöktun. Skipulagsnefnd telur því að umrædd framkvæmd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin vill árétta að öll efnistaka er háð framkvæmdaleyfi sveitarfélagsins og starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um uppsetningu vinnubúða vegna Hvammsvirkjunar. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Í samræmi við lög nr. 111/2021 hefur Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra farið yfir umsókn framkvæmdaraðila um styrkingu og endurbyggingu Hvammsvegar. Niðurstaða nefndarinnar er að umrædd áform séu ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 111/2021. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til 5. greinar reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulags- og umferðarnefnd telur að umrædd framkvæmd sé ekki þess eðlis að kalli á mat á umhverfisáhrifum. Nefndin leggur til að veitt verði framkvæmdaleyfi til skógræktar á umræddu svæði. Nefndin telur nauðsynlegt að gerðar verði breytingar á landnotkun svæðisins í aðalskipulagi og svæðið verði fært í Skógræktar- og landgræðslusvæði. Að auki verði skoðað með breytingar á landnotkun fyrir stærra svæði en hér er til umræðu. Nefndin telur ekki þörf á deiliskipulagi fyrir svæðið að sinni nema til komi áform um frekari uppbyggingu innan svæðis.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lýsingu og leggur til að hún verði send til umsagnar og kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynning lýsingar skal standa í a.m.k. tvær vikur talið frá birtingu auglýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins og í staðarblaði, eða nánar tiltekið frá 14. - 28. mars 2024.
    Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulags- og umferðarnefnd hefur farið yfir umsagnir umsagnaraðila og telur ekki tilefni til breytinga á tillögunni vegna þeirra. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að hún verði afgreidd skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir framlagða tillögu og leggur til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulags- og umferðarnefnd telur að fram komnar umsagnir leiði ekki til breytinga á auglýstri tillögu og leggur til að tillagan verði send Skipulagsstofnun til endanlegrar afgreiðslu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra - 22 Skipulags- og umferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að fundað verði með hagaðilum um áframhaldandi meðferð málsins. Bókun fundar Lagt til að niðurstaða skipulags- og umferðarnefndar verði samþykkt og fela sveitarstjóra að boða til fundar með Isava um framtíðarhlutverk flugvallarins.

    IPG tók til máls.

    Samþykkt samhljóða.

21.Oddi bs - 20

2401010F

Fundargerðin lögð fram til kynningar

22.Viðræðunefnd samráðsnefndar Ásahrepps og Rangárþings ytra - 2

2402008F

Fundargerðin lögð fram til kynningar

23.Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd - 5

2401005F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

24.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 234

2402009F

Fundargerðin lögð fram til kynningar

25.Byggingarnefnd um uppbyggingu á skólahúsnæði á Hellu - 9

2402007F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

26.Fundargerðir 2024 - stjórn Félags- og skólaþj. Rangárv. og V-Skaft.

2401042

Fundargerð 79. fundar stjórnar.

Liðir 1.og 2. í fundargerðinni þarfnast samþykkis.
Lagt til að tillaga um reglur um akstur fyrir fatlað fólk og reglur um akstursþjónustu eldri borgara verði samþykktar fyrir okkar leyti. Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

27.Fundargerðir 2024 - Samtök orkusveitarfélaga

2401037

Fundargerð 69. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

28.Stjórnarfundir Lundar 2024

2403011

Fundargerð 8. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

29.Fundargerðir stjórnar SíS - 2024

2401033

Fundargerð 944. fundar stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

30.Fundargerðir öldungaráðs í Rangvsýslu kjörtímabilið 2022-2026

2305012

Fundargerðir 3. og 4. fundar Öldungarráðs.
Lagt fram til kynningar.

31.Fundarboð aðalfundar Lánasj. svfl

2402085

Fundarboð á aðalfund LS þann 14. mars n.k.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 10:35.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?